Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 25
SKINFAXI
121
Viltu að maðurinn þinn drekki? — Nei, nei, nei!
Viltu að konan þín drekki? — Það vill enginn maður.
Viltu að sonur þinn drekki? — Hann á ekki að drekka.
Viltu að dóttir þín drekki? — Þig hryllir við því.
Viltu að húsbændur eða verkstjórar drekki? — Nei.
Viltu að vinnufólk eða verkafólk drekki? — Nei.
Viltu að nemendur drekki? — Það ætti alstaðar að banna.
Viltu að skólastjóri eða kennari drekki? — Drekki þeir, ef
þeir þora!
Viltu að hásetar drekki? — Þeir mega ekki drekka.
Viltu að skipstjórinn drekki? — Það er háskalegt.
Viltu að bílstjórinn drekki? — Það er hættulegt.
Viltu að presturinn drekki? — Það má hann ekki.
Viltu að lögregluþjónar drekki? — Nei, þá fjölgar slysum
og lögbrotum.
Viltu að lögreglustjórar drekki? — Þá færist nú skörin upp
í bekkinn.
Viltu að læknirinn drekki? — Það er óhæfa!
Viltu að þingmennirnir drekki? — Nei, í þingsölum er alltaf
skortur á viti.
Viltu að borgar-, bæjar- eða hreppstjórar drekki? -— Nei.
fyrst og fremst ber þeim að hafa stjórn á sjálfum sér.
Viltu að ráðherrann drekki? — Þér þykir skönim að því,
þjóðarskömm að hafa drykkfelldan ráðherra.
Hvað á þá að gera við áfengið? — Hver á þ á að
drekka? — f gamni getur þú nefnt rithöfunda, vís-
indamenn, ritstjóra, og aðra slíka þjóð-þarfa menn. Og
við skulum láta það gott heita, ef þetta fólk er hvorki
feður né mæður, unnustar né unnustur, hvorki eigin-
menn né eiginkonur, synir né dætur og hafi heldur eigi
opinberu trúnaðarstarfi að gegna. En þesskonar viðund-
ur koma tæplega til mála.
Og hver á þá að drekka? — — —
Þar kemur það: Þú vilt sjálfur fá að drekka óáreittur?
Enhver ert þú?
Þú sem drekkur áfengi, karl efa kona!
Um eitt erum við sammála: Það mega ekki allir eyða
æfinni í fylliríi.
Og annað: Það mega engir drekka, sem ábyrgð hafa.
Og þ r i ð j a. — Nei, fyrst skulum við verða samferða til
þess að líta inn í geðveikrahælin, koma í hin sjúkrahúsin,
litast um í hegningarhúsinu og koma við í fáráðrahælinu á