Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 54

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 54
134 SKINFAXI Lög þessi eru aðeins ársgömul, og enn sem komið er, vitanlega litil reynsla fengin um áhrif þeirra eða árang- ur. Undirbúningur að framkvæmdum var þó þegar haf- inn í fyrra og ekkert til sparað, að árangur gæti orðið bæði fljóttækur og mikill.Meðstoðí þeirri grein laganna, er kveður svo á, að gera megi „ráðstafanir til útbreiðslu þekkingar á gildi íþrótta“, hefir verið bafinn víðtækur áróður með aðstoð blaða, hvetjandi bæklinga, kvik- mynda, útvarps o. s. frv. Á götum og gatnamótum blasa við vegfaröndum feitletruð vígorð og eggjanir. Og um landið þvert og endilangt þjóta fyrirlesarar og far- andsýningar. Með myndum og línuritum, örfandi dæm- i'.m lil eftirbreytni og ögrandi dæmum til varnaðar, er reynt að brenna það inn í buga og bjarta hvers einasta manns, að það sé borgaraleg skylda hans að vinna að bættri líkamsrækt sinni, — skylda bans gagnvart bon- um sjálfum, fjölskvldu lians, bæjar- og sveitarfélagi hans og þjóðfélaginu í heild. Kvittað fyrir móttöku. Nýlega lét Ríksútvarpi'ð hlustendur sina heyra áróðursræðu fyrir Góðtemplara. Flutti hana Pétur G. Guðmundsson. Hann lauk máli sinu á því, að fullyrða: „Enn hefir enginn annar bindindisfélagsskapur en góðtemplarareglan lánazt til lengdar.“ U.M.F.Í. — bindindisfélagsskapur, sem hefir lánazt i 31 ár — lætur útvarpsráðsmanninn Pétur G. Guðmundsson um að samríma þessa fullyrðingu margræddu hlutleysi Rikisút- varpsins. En hitt er vert að ungmennafélagar athugi og muni vel, að svona og einmitt svona, með blákaldri fyrirlitningu, þakka margir forystumenn templara, og „Reglan“ sjálf stund- um, yfir 30 ára samvinnu Umf. að bindindismálum. Slík asna- spörk geta víst kallazt að vinna að málinu af einlægni og skynsemi!

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.