Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 9

Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 9
SKINFAXI 9 Styrki má veita til: 1. Hverskonar mannvirkja og Uekja, sem mi'ða að bættum skilyrðum til íþróttaiðkana, einkum efniskaupa og aðstoð- ar kunnáttumanna. 2. Til íþróttaskóla og námskeiða. 3. Til útbreiðslu íþrótta og aukinnar íþróttamenntunar. Eigi má veita styrki til venjulegra íþróttamóta né einstakra kappleika eða til verðlaunagripa, til rekstrarkostnaðar félaga eða til fastrar íþróttakennslu i almennum skólum, né ferða- laga iþróttafélaga. 7. gr. Þessir aðilar geta notið styrks úr íþróttasjóði: 1. íþróttasamband íslands (Í.S.Í.), Ungmennafélag íslands (U.M.F.Í.), svo og félög og félagasambönd innan vébanda þeirra. 2. Bæjar-, sveitar- eða sýslufélög ,og skólar. 3. Samtök þeirra aðila, sem gelur í 1. og 2. tölul. þessarar greinar, svo sem iþróttasamtök slík, er ræðir um í 25. gr. laga þessara. 8. gr. Umsóknir um styrki úr íþróttasjóði skulu sendar íþróttanefnd samkvæmt reglum, er liún setur. Við úthlutun úr sjóðnum skal taka tillit til þess: 1. Hve mikið framlag umsækjanda er i vinnu og fé. 2. Hve almenna þýðingu úthlutunin geti haft. 3. Hve heilbrigðisgildi framkvæmdar þeirrar, er styrks nýt- ur, er mikið. 4. Að stuðningurinn dreifist með tíinanum sem jafnast um landið eftir fólksfjölda. 5. Að hve miklu leyti félögin standi undir rekstrarkostnaði sínum með iðgjöldum félagsmanna. Mannvirki, sem styrkt eru úr sjóðnum, skulu vera til al- mennra afnota, eftir þvi sem við verður komið, en eigi má nota þau til neins þess, sem brýtur í bága við afnot þeirra til íþrótta. 9. gr. Setja skal reglugerð um mannvirki þau, er styrks hafa notið eða njóta úr íþróttasjóði, og skal hún staðfest af fræðslumálastjórninni. í reglugerð skulu vera ákvæði um stjórn mannvirkis, viðhald og notkun. 10. gr. Nú vill einhver þeirra aðilja, sem taldir eru í 7. gr., koma upp iþróttamannvirki og fá til þess styrk úr iþrótta- sjóði, og skal hann þá leita samþykkis iþróttanefndar um gerð mannvirkis og stað. Skylt er íþróttanefnd að láta aðilum ó- keypis í té uppdrætti og aðrar leiðbeiningar um gerð íþrótta-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.