Skinfaxi - 01.11.1948, Page 6
70
SKINFAXI
lega minningargjöf, er ég skyldi afhenda Ungmenna-
félagi fslands. Ég svaraði og samkvæmt ósk á ís-
lenzlcu. Það mál eitt dirfðist ég að tala í hópi þess-
um. Lýtalausa nvnorsku gat ég ekki talað. En har-
áttan fyrir nýnorsku máli er eitt höfuðstefnumál fé-
laganna. Við islenzkir félagsbræður þeirra megum að
vissu leyti öfunda þá af því að eiga slíkt raunliæft
og þjóðlegt liita- og átakamál.
Aðalmál þingsins var að semja nýja stefnuskrá
fyrir félögin. Ég var ekki viðsladdur alla meðferð
þessa máls, en ýtarlegar 'frásagnir birtust í Oslóar-
og Bjöx-gvinjarblöðunum um gang málsins, svo að
þvi var likast er íslenzku blöðin hafa mest við sjálft
alþingi.
Sumt er þó líkt með íslenzkum og norskum blaða-
mönnum í þessurn efnum. Ræðumaður á sunnudags-
mótinu gat þess þarna í Haiðangri, að varla kæmi
svo söngflokkur utan af landi í útvarp, að Oslóar-
blöðin sum væru ekki viss með að kvarta um, að
verið væri að lxleypa viðvaningum ofan úr sveit i út-
varpið.
Breytingartillögur lágu fyiár á stefnuskrá Ung-
mennafélags Noregs. Miðuðu þær einkum í þá átt, að
tekið skyldi sérstaklega fram, að félögin störfuðu á
kristilegum grundvelli.
Upp úr stríðinu liafa norskir æskulýðsleiðtogar far-
ið að hugleiða hvort þess væri gætt sem skyldi í ungl-
ingastarfinu, að kristindómurinn revndist betur en
margur hafði haldið fyrir fram.
Hernámsárin voru alvörutímar fyrir leiðtoga ung-
mennafélaganna margra.
Formaðurinn var t. d. fangi Þjóðverja, maður á
bezta aldri. Heilsan var þó aldrei söm og áður. Fé-
lagi hans einn dó á þriðja degi, eftir að hann kom i
fangabúðirnar, vegna mataræðisins og pyndinganna.
Formaðurinn, fyrrnefndur Vegard Sletten, var og