Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 10

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 10
74 SKINFAXI stíl. Heima hér gæti skyrið okkar eitt jafnazt á við þennan ágæta rétt. Ennfremur var borið fram kaffi og lieimabakað brauð. I Harðangri mun vera bænda- menning á fornum, traustum grunni. Ættarkennd er vakandi, og metnaðarmál að vita ætt sína sem lengst aftur í tímann. Segir sagan, að bændur i Harðangri hafi ættartölur sínar allt til land- námsaldar hangandi í stofum sínum. Síra Jon Mannsager, fyrrum skólastjóri í Ullens- vang lýðháskóla, flutti aðalræðuna í þessu samsæti. Sira Mannsaker er nú prestur i Osló. Hann var um Jangt skeið forystumaður ungmennafélaga í Harðangri. Kunnur fiðluleikari úr byggðarlaginu lék nokkur Jög á Harðangursfiðlu. Leikari frá Osló las ujip gam- ansögu. Blandaður kór söng nokkur lög. Síðasta lag- ið var Brúðför í Harðangri: „Hve angar ei sumar og sólskinsblær um sæflötinn Harðangursstranda. Við himininn, fjöllin svo lieið og skær í hátignar kraftinum standa. Það glampar á breið og á hágræna lilið, sitt helgidagsskart ber nú sveitin fríð, ])ví heim á ldágrænum hárum fer brúðför á léttum árum.“ Þegar siðustu tónarnir voru að deyja út, Itirtist það, sem um var sungið. Ung brúðltjón með friðu föruneyti gengu inn í salinn. Hófst nú brúðkaupsveizla sam- kvæmt aldagömlum venjum. Ræður voru fluttar og á- vörp til brúðhjónanna. Málið var Harðangursmállýzka. Mér liom á óvart, hve mjög hún líktist íslenzku. Full- trúar frá Danmörku og Svíþjóð töluðu einnig. Ég flutti stutt ávarp, þar sem ég þakkaði fyrir þetta ógleymanlega kvöld. Komið var fram yfir miðnætti, þegar samsætinu lauk. Hvarvetna gat að líta þyrp- ingar ungs fóllcs. Alls staðar ríkti föguuður og gáski, en þó mcð prúðmannlegum blæ, og ekki sá ég mann undir áhrifum vins þessa hátíðisdaga í Harðangri.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.