Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 12

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 12
76 SIÍINFAXI við hátíðasýninguna þar. Hefði hann talað um háskól- ann, kirkjuna og leikhúsið sem hliðstæðar stofnanir. Svona hugsunarháttur væri ekki alls staðar vel séður í Noregi. Ég hafði flutt þcssa ræðu og lialdið þessu fram, en gaf mig ekki fram þarna, því að ef til vill liefði furða þeirra hjóna orðið enn meiri en ánægjan ekki að sama skapi, er þau liefðu heyrt, að íslenzkur prestur gæti sagt annað eins og þetta. En raunar var þetta auðsýnilega lýðháskólafólk, sem átti í höggi við strangtrúarstcfnuna norsku, enda mun Krokann ha'fa verið lýðliáskólakennari um hríð. Frá mótinu. Þegar út kom frá máltíðinni gal að líta mikinn mannfjölda og farartæki margvísleg. Úli á firðinum var fjöldi háta, sem fólk hafði komið með, og sífellt hættust við bílar með samkomugesti. Nú var tekið að þeyta lúðra og skijjaði fólk sér undir merki hinna ýmsu héraðssambanda. Var fögur sjón að sjá hina miklu fylkingu, voru langflestir í þjóðbúningum. Á undan gekk Iúðrasveit. Þar næst kom stjórn Ungmennafélags Noregs undir norska fán- anum. Þá kom danski fáninn. Fóru þar nokkrir Dan- ir. Islenzki fáninn mun aðeins hafa verið til einn þarna, sá er hlakti á liátíðasvæðinu. Tók ég mér því stöðu undir danska fánanum ásamt Svíunum, sem heldur ekki höfðu neinn fána i fyllcingunni. En Bakke, skólastjóri í Voss sótti mig og skipaði mér undir norska fánann ásamt stjórninni. Siðan var gengið til hátíðasvæðisins, sem er á sérstaklega fögr- um stað. Mót sem þetta eru einn aðalliðurinn i starf- semi norsku ungmennafélaganna. Á dagskrá eru að- allega ræðuhöld og þjóðdansasýningar. I þetta skipti hófst mótið með setningarræðu for- mannsins í Ungmennafélagi Noregs. Síðan fór fram kórsöngur og upplestur. Að því búnu flutti Sigmund

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.