Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 17

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 17
SKINFAXI 81 Liggur blár í logni sær, lítill gári steina þvær, úfin bára byrðing slær, boðinn hár til skýja nær. En þótt víða kenni fegurðar og 'formleikni í ljóð- um Arnar, samfara skáldlegu flugi, er þó víst, að hvergi hefur liann lyft sér hærra en í niðurlagi kvæð- isins Stjáni blái, þar sem hann sér fyrir sér siglingu hans í skýjum himinsins: Horfi ég út á himinlána. Hugur eygir glæsimynd: Mér er sem ég sjái Stjána sigla hvassan beitivind austur af sól og suður af mána, sýður á keipum himinlind. Þannig kveður sá einn, sem tamið hefur skáldgáfu sína við að lúta strangri framsetningu. Þó að margir séu fletirnir á skáldkristalli Arnar, helfur hann samt ekki ort mikið um ástina. Hann hefur í rauninni aðeins ort eitt ástarkvæði, er hann nefnir Ásrún. Þessi flötur er líka svo fágaður og slíp- aður, svo skínandi fagur, að fátt eitt er af slíku til á íslenzku. örn liefur að vísu ort meira um konur. En flest af því ber keim af kímni og glensi, þó að undir niðri kunrii ef til vill að vera fólgin alvara. Þannig segir hann til dæmis við kaupmanns'frúna á Öngulseyri: Við mættumst fyrir mörgum árum. Manstu það ekki, frú? Ég varð að löngu ijóði, að Ijóðavini þú. Að tíu vilcna ástaróði ástin gerði mig. Hvert hjartasbg var hending. Hver hending var um þig. 6'

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.