Skinfaxi - 01.11.1948, Side 19
SKINFAXI
83
Og þó aS mér verði þar allt að ís,
hver ósk og von og minning,
eitt á ég þó, sem aldrei frýs,
það er okkar forna kynning.
ÞaÖ er fyrst á banasænginni, að hann kemst í þenn-
an ljúfsára ham á ný, er liann kveður um móður sína.
Það er eins og liann vilji vega upp á móti hrjúfleik-
anum, sem hann hafði svo oft sýnt áður, er hann
gerir upp og kveður heiminn og móður sína.
Nú er ég aldinn að árum.
Um sig meinin grafa.
Senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum.
Samt er gaman að hafa
lifað svo langan dag.
Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga
— sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga —
þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þin
svæfði mig svefninum langa.
Ekkert kvæða Arnar mun fremur halda nafni hans
á lofti en þessi þakkargjörð til rnóður lians, þó að
sjálfsagt hafi hann sjálfur haft ýmislegt við hana að
athuga sem ljóð.
Hér að framan hefur verið leitazt við að sýna
fram á, hversu margir séu strengirnir á skáldhörpu
Arnar Arnarsonar. — En það væri varla órétt að
skiljast við efnið, án þess að svarað væri þeirri spurn-
ingu, livort ljóð hans beri ekld með sér einhverja
ákveðna lífsskoðun, hvort þau túlki ekki einliver
sannindi, sem einkennandi séu fyrir hann sem skáld.
Það þarf ekki að skyggnast langt í ljóðheimi hans,
til þess að sjá hverjar þær skoðanir eru, sem liann
6*