Skinfaxi - 01.11.1948, Page 24
88
SKINFAXI
Það er sama lilýja hugsunin til hinnar stritandi al-
þýðu, sem leggur lionum orð á tungu, er hann segir
um íslenzku sjómennina:
íslands Hrafnistumenn
eru hafsæknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll,
út i stormviðrin liöst,
móti straumþungri röst,
yfir stórsjó og holskefluföll,
flytja þjó'ðinni au'ð,
sækja barninu brauð,
færa björgin i grunn undir framtíðarhöll.
Örn Arnarson er skáld alþýðunnar. Hann trúir á
þroska hennar, ann henni alls hins bezta, og vill
‘frama hennar i livívetna. Hann er lýðræðissinni að
lífsskoðun, — lýðræðissinni i þess orðs fyllstu merk-
ingu. Hann er skáld „seintekna bóndans, hins sagn-
fáa verkamanns og sjómannsins svarakalda“, og þann
veg er liann skáld allrar þjóðarinnar, þvi að „sá
þöguli fjöldi er þjóðin“.