Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 35

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 35
SKINFAXI 99 tilraun til að drottna hvert yfir öðru í neinu tilliti. 2. Ræður fluttu Jens Marinus Jensen og Arvo Inkilii magister. 3. Blandaður kór félagsins söng mörg lög við góðan orðstír. 4. Anna-Maja Holm skemmti með upplestri, við afburða hrifningu. 5. Þjóðdansar voru sýndir af færeyskum og dönsk- um flokkum, sem voru klæddir þjóðbúningum. Vöktu dönsku þjóðdansarnir mikla hrifningu okkar. 6. Að lolcum skiptist á almennur söngur og hring- dansar með söng, sem mikill fjöldi manna tók þátt í. Hans Ebbesen, prestur í Döstrup, stjórnaði dansinum. Hann sýndi fyrst hvern dans, hóf síð- an sönginn og svo fór allur hópurinn af stað. Var þetta með afbrigðum heilbrigð og ánægjuleg skemmtun og stóð gleðskapur þessi fram undir lágnætti. Mér varð hugsað heim. Hversu óendanlega væru ekki héraðs- mótin og aðrar samkomur okk- ar ungmcnnafélaganna ánægju- legri, ef fjöldinn tæki þátt i þeim með slíkum hætti? Heilbrigð gleði setti svip sinn á hvert and- lit. Ef til vill vantar okkur Hans Ebbesen eða nokkra hans líka? Ilver sem ástæðan er, öfundað- ist ég sárlega vfir samkomunni og óskaði íslenzkri æsku sama hlutslciptis. Það væri henni mik- il hamingja. Anna-Maja Holm 7*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.