Skinfaxi - 01.11.1948, Síða 39
SKINFAXl
103
Eiðamótið 1949.
Sambandsráðsfundurinn, sem haldinn var i Reykja-
vík 2. og 3. okt. 1948 tók ákvörðun um íþróttagreinar
þær, sem keppt verður í á 7. landsmóti Ungmennafé-
lags fslands að Eiðum 2. og 3. júlí 1949. Eru þær ná-
lega óbreytlar frá drögum þeim, sem gerð voru í fyrra
og birtust í 2. he'fti Skinfaxa 1947. Enda höfðu engar
breytingatillögur komið við þau. Yerður hér i heild
gefið yfirlit um íþróttagreinarnar og aðrar ákvarð-
anir, sem teknar liafa verið varðandi landsmótið
næsta vor, íþróttakennurum og forvígismönnum hér-
aðssambandanna til leiðbeininga i undirbúningsstörf-
um sínum.
Keppt verður i eftirtöldum íþróttagreinum:
1. Frjálsar íþróttir:
Hlaup: 100 m, 400 m, 1500 m, viðavangshlaup ca. 4000 m,
boðhlaup 4^100 m og 80 m hlaup kvenna.
Stökk: Langstökk, þristökk, liástökk.
Köst: Kringlukast, kúluvarp, spjótkast.
2. iSund:
Karlar: 100 m bringusund, 100 m frjáls aðferS, 500 m frjáls
aðferð.