Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 54

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 54
118 SKINFAXI erindi, söngur, hljómlist, upplestur og svo frv. Stund- um reka félögin lcvikmyndahús. Hér er enn að minnast á atriði, sem skapar finnsk- sænsku æskulýðsstarfi sérstöðu. Það eru hinar miklu fjarlægðir er greina að byggðirnar i landi okkar. Fyrr hefur verið á það minnzt að landfræðilega væru Finn- lands-Svíar sundraðir. Hinar mildu fjarlægðir valda því að það er miklum erfiðleikum bundið að fá hjálp að, svo sem ræðumenn og listamenn af ýmsu tagi. Félögin verða mjög að búa að sinu eigin. Eftir styrjöldina hefur víða um lönd orðið vart þeirrar viðleitni ríkisvaldsins að taka i sínar hendur og stjórna staríseminni meðal æskulýðsins. Hin finnsk sænska æskulýðshreyfing hefur lýst yfir andstöðu við þá stefnu en óskar um leið eftir meiri stuðningi og skilningi gagnvart hinni frjálsu uppeldisstarfsemi. Hrevfing okkar hefur ekki breytt um svip nú árin eftir styrjöldina. Við höfum ekki þurft að breyta um stefnu eða stax'fshætti. Félagsskapurinn stóð af sér freistingar ófriðaráranna. Um það bil 90% karlmanna í félögunum fóru til vígvallanna og margir komu eklci aftur. Styrjaldarárin lá starfsemin víða niðri. Er hún hófst að nýju var starfsáhuginn og vinnugleðin áber- andi og mikil efling starfseminnar hefur orðið. Sam- vinnuhugur æskulýðsins er orðinn meiri en áður og tungumálin tvö aðgreina ekki eins og áður. .Tafn- fram því, sem leiklistin meðal áliugamanna innan fé- laganna hefur efizt mjög — flótti frá ömurlegum veru- leikanum? — hefur áliuginn vaknað fyrir þjóð'félags- málunum. Menn ræða ýmis þjóðfélags vandamál á samkomum félaganna og í erindum er fjallað um samfélagið og einstaklinginn. Ég býst við að þetta sé vegna uggs og öryggisleysis andspænis úfnum sæ yfirstandandi tíma og brimi, sem sér ekki, en heyrist úr ekki miklum fjarska. Æskulýður, sem þekkir þjóð-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.