Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 57

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 57
SKINFAXI 121 t. d. í Reykjavík: Tjarnarboðhlaupi'ð; boðhlaup i kring- um Reykjavík. Boðblaup umhverfis Akureyri, o. s. frv. c) Boðlilaup yfir hindranir eða grindur. Tæki: Sérstölc tæki varðandi boðhlaup eru engin önnur en boð- keflið. Gerð þess er ákveðin í leikreglum. 1. mynd. Boðskiptingin: Boðskiptingin á að fara fram innan 20 metra svæðis (1 mynd), eða 10 metra hvoru megin við endamörk boðsprcttsins. Keflið verða boðhlaupararnir að rétta á milli sín; ekki má kasta þvi. Missi hlaupari keflið verður hann sjálfur að taka það upp og koma því í hönd félaga síns innan liins markaða svæðis, eða í mark eigi hann síðasta boðhlaupssprettinn. Verði misbrestur á löglegri skiptingu, cr öll sveitin dæmd frá leik. Eftir að hafa afhent kefli, verður hlaupari að gæta þess að trufla ekki aðra keppendur. Aðferðir til boðskiptingar: Með tilliti til þess, hvort liöfði er snúið eða augum beint, eru notaðar tvær megin aðferðir við boðskipti. Önnur að- ferðin er sú, að sá, sem biður og taka á við boðinu, beinir augum sínum að keflinu í liendi þess, sem ber það til hans, þar til boðskiptin hafa farið fram „séð boðskipti". Hin að- ferðin er sú, að sá, sem taka á við keflinu, horfir á þann, sem flytur lionmn boðið, þar til sá hefur náð að vissu marki, þá snýr viðtakandi höfðinu, svo að hann liorfir beint fram cftir hlaupabraut sinni og tekur sprettinn. Viðtakandi fær keflið i hönd sér óséð. Við getum þvi nefnt þessa aðferð „óséð boð- skipti“. „Séð boðskipti" eru notuð við allar tegundir boðhlaupa, cn cr aðallega beitt, þegar boðsprettir eru langir og taka verður

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.