Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 62

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 62
126 SKINFAXI ins, tekur hægri armur ekki þátt i hlaupahreyfingunum og veldur röskun á þeim. Vegna þessa undirbúa margir boðskiptin þannig: Viðtakandi bregður við til spretts, þegar boðflytjandi liefur náð vissri fjarlægð frá honum, notar báða arma í hraða- aukningarskrefunum og leitast þannig við að ná fullum liraða sem fyrst, telur skrefin frá þvi viðbragðið hófst og þegar hægri armur sveiflast aftur í fimmta skrefi, kemur hann hend- inni fyrir í boðskiptastöðu og heldur henni þannig þar til boð- skiptin eru um garð gengin. Seinni aðferðin býr i haginn fyrir boðskipti á meiri liraða, en óöruggari er hún talin, vegna þess, að viðtakandi metur skakkt tímann og stefnuna, eða fatast við aftursveiflu hægri arms við að koma hendinni i hina réttu afstöðu. Fyrri aðferðin er talin öruggari, þar sem hún býr boðflytj- anda mark (höndin) til þess að miða við yfir allt boðskipta- svæðið. Mismunandi boSskipti: Eins og hér hefur verið gert, er venjulegt, að kennarar segi nemendum sínum: „Takið á móti með hægri hendi, en afhendið með vinstri". Þessi venjulega aðferð byggist á því, að viðtakandi stendur innst á braut sinni og hefur betra svigrúm til hægri, út á brautina. Nokkrar boðhlaupssveitir hafa brotið þessa venju og talið það sér hagkvæmt. Hver hlaupari hleypur með keflið og skil- ar þvi með sömu hendi og hann tók við því. Með þessu lagi taka 2. og 4. hlaupari við keflinu með hægri hendi. Sú þriðji tekur sér stöðu við ytri brún hlaupabrautar sinnar og snýr sér til vinstri og tekur við keflinu með vinstri hendi. Með þessu þarf enginn hlauparanna að tefja sig á færslu keflisins úr hægri í vinstri. En óhagræðið er tvöfalt: 1) þriðji hlauparinn tekur sér stöðu, sem venjulega er í and- stöðu við keppinautana og 2) burður keflisins í liægri hendi færir frekar með sér hættu á því, að það rekist i og hrjótí úr hendi. Niðurröðun keppenda í boðhlaupssveit: Sjaldan eru keppendur jafnir að hlaupahæfni eða að beit- ingu getu sinnar í keppni. Kennari eða fyrirliði, sem þekkir styrkleika og veikleika keppenda, raðar þeim niður samlcvæmt eftirfarandi:

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.