Skinfaxi - 01.11.1948, Page 81
SKINFAXI
145
á Hraunhamri. Á nokkrar kindur, sem félagsmenn heyja fyrir
í tómstundum sínum á sumrin.
Umf. Svarfdæla, Dalvík, lék í samvinnu við leikfélagið á
Dalvik Kinnarhvolssystur og Æfintýi'i á gönguför. Þa'ð hélt
58 kvikmyndasýningar. Á trjáræktarreit.
Umf. Möðruvallasóknar, Arnarneshreppi, lék Hreppstjórann
á Hraunhamri og vinnur aS trjárækt.
Bindindisfélagið Dalbúinn, Eyjafirði, ruddi 300 m. langan
veg aS trjáræktarreit sinum í Leynisliólum.
Umf. Æskan, Svalbarðsströnd hefur tóbaksbindindi aS 18
ára aldri. Barnadeild félagsins starfar ágætlega.
Umf. Framsókn í Flatey á Skjálfanda vinnur að byggingu
félagsheimilis.
Umf. Geisli, Aðaldal, gróðursetti um 300 trjáplöntur í skrúð-
garði félagsins, sem er við samkomuhús sveitarinnar.
Umf. Reykhverfingur, Reykjahverfi, minntist veglega 30 ára
afmælis.
Umf. Einingin, Bárðardal, á 6 dagsláttu skógræktarland. Gef-
ur úr félagsblaðið „Neista“.
Umf. Einherjar, Vopnafirði, vinnur að endurbótum á iþrótta-
velli sinum. Lék Saklausa svallarann.
Umf. Hróar, Hróarstungu, rekur bókasafn með 700 bindum.
Umf. Egill rauði, Norðfirði, rekur bókasafn með 600 bind-
um. Gróðursetti 80 trjáplöntur í kirkjugarðinum á Skorra-
Umf. Hrafnkell Freysgoði, Breiðdal, vinnur að byggingu
íþróttavallar við samkomuhúsið að Eydölum.
Umf. Öræfingur, Öræfum, gefur út félagsblað með fjöl-
breyttu efni.
Umf. Kári Sölmundarson, Dýrhólahreppi, Mýrdal, hefur reist
samkomuhús hjá Pétursey, sem er mikið notað fyrir byggðar-
lagið. Unnu félagsmenn þar 163 dagsverlc í sjálfboðavinnu.
Umf. Eyfellingur, Austur-Eyjafjallasveit, vann allmikla sjálf-
boðavinnu við skógaræktargirðingu félagsins. Hefur um mörg
ár rekið sundlaug að Seljavöllum, sem liefur verið mikið notuð,
enda eina sundlaugin i austanverðri Rangárvallasýslu.
Umf. Fljótshlíðar, Fljótshlíð, hefur unnið að byggingu mynd-
arlegs félagsheimilis, ásamt ýmsum öðrum félögum sveitar-
innar.
Umf. Ásahrepps, Holtum, vinnur að byggingu félagsheimilis.
Bókasafn félagsins telur 527 bindi. Starfrækir yngri deild með
ágætum árangri.
Umf. Samhygð, Gaulverjabæjarhreppi, lauk við félagsheimili
sitt að Gaulverjabæ, sem er hin myndarlegasta bygging.
10