Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1951, Síða 3

Skinfaxi - 01.11.1951, Síða 3
SKINFAXI 99 2)anlef Cj. di\ mariion: Æskulýðsmótið í Efiverum (Daníel G. Einarsson og kona hans, Eva Þórsdóttir, voru fulltrúar U.M.F.Í. á norræna æskulýðsmótinu í Elverum í sumar). Norræn æskulýðsmót eru nú árlega lialdin að til- hlutan ungmennafélaganna á Norðurlöndunum sex, eins og lesendum Skinfaxa er kunnugt um. Mótin eru haldin til skiptis í löndunum. Að þessu sinni var mótið haldið að lýðháskólanum í Elverum í Noregi. Mótið stóð yfir 19.—25. júlí s.l. Elverum er þekktur staður frá byrjun síðustu styrjaldar, en þar neitaði Hákon Noregskonungur þýzka sendiherranum 9. apríl 1940 að taka vinsamlega á móti þýzka hernáminu. Elverum er annars lítill friðsamur hær, sem liggur beggja vegna á bökkum „Glommu“, nytsömustu ár Noregs. Lega staðarins við samgöngum úr öllum átt- um er mjög góð og mun hafa ráðið miklu um staðar- val en einnig hefur hið frjósama og fagra umhverfi gert sitt. En í þessum héruðum Noregs eru mestu skóglendur landsins, enda ilmandi skógur, hvert sem litið er, svo langt sem augað eygir. Fjöllin sjást að- eins í bláma fjarlægðarinnar. Fimmtudaginn 19. júlí tóku ungmennafélagar víðs- vegar að frá hinum Norðurlöndum að streyma til Elverum, með bílum og járnbrautum. Föstudagsmorg- un kl. 8 var mótið sett af Knut Fortun ritara Noregs Ungdomslag, með stuttu ávarpi, en siðan fór fram fánaliylling og þjóðsöngvar allra Norðurlandanna voru sungnir. Eftir það var gengið i samkomusal skól- ans og þar fór fram kynning þeirra ungmennafélaga, sem þátt tóku í mótinu, með því að einn fulltrúi frá hverju landi sagði frá starfinu og viðfangsefnunum 7*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.