Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 6

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 6
102 SKINFAXI yfir, livað vœri gert af liálfu norska ríkisins, til að auka og efla menningaráhrif meðal almennings. Hann áleit að almenningsbókasöfnin, sem væru i örum vexti, skipuðu þar virðulegan sess. Eftir fyrirlesturinn gátu menn komið með fyrirspurnir og var það vel þegið og urðu skennntilegar umræður um þær og erindið á eftir. Frá kl. 8 um kvöldið gátu menn skemmt sér við leiki eða önnur sjálfvalin efni. Og var svo jafnan á hverju kvöldi eftir það. Þar sem allir þátttakendur mótsins voru ungt og tápmikið fólk var oft glatt á hjalla fram eftir kvöldi, en þó voru allir mættir stund- víslega til starfa morguninn eftir lcl. 7 árdegis. Þess má líka geta, að finnski þjóðdansaflokkurinn, sem hér liafði verið í heimsókn, kom þarna við á heimleiðinni. Hafði hann forystu í skemmtuninni mörg kvöldin. Næsti dagur rann upp bjartur og fagur og sama má segja um mótsgestina, þeir mættu kátir og hressir við fánahyllinguna og sönginn, sem varð fastur liður á morgnana. Svo byrjuðu annir dagsins með að skoða bóndabæ þar í nágrenninu, sem heitir Stórahof. Bónd- inn, sem hét Svenkerud, tók á móti okkur og bauð alla velkomna og sagði í stórum dráttum sögu staðarins, sem er óðal og hefur tilheyrt sömu ætt í samfleytt 425 ár. Hann gat einnig um stærstu breytingar, sem orðið höfðu í búskaparháttum staðarins. Þegar heim kom flutti Arne Rostad fyrrverandi for- maður í Noregs Bondelag erindi um bændastéttina á okkar tímum. Hann kom vitanlega viða við um allt sem snertir búskapinn. Svo sem félagslegan þroska, langan vinnudag, fólksfælekun i sveitunum, sem hann taldi eitt liöfuð vandamál þar i landi sem hér. Hann sagði að ca. 50 þús. manns hefðu yfirgefið landbún- aðarstörf, en þó væri ánægjulegt að vita að landbún- aðarframleiðslan hefur á sama tima aukist um ca. 14%. Hann hélt einnig fram þeirri skoðun að rilcið gerði of lílið til að liefta flóttann frá landsbyggðinni en

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.