Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 9

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 9
SKINFAXI 105 ar skemmtanir á degi hverjum eftir að störfum lauk eða eftir kl. 8 á kvöldin. Þá söfnuðust menn saman úti eða inni eftir því sem hver óskaði og varð leik- fimissalur skólans þá oftast fyrir valinu. Þar komu menn fram eins og þeir voru klæddir, léku, sungu einsöng, tvísöng, kórsöng, sýndu leikfimi, lásu upp og síðast en ekki sízt dönsuðu og sungu og kenndu dansa. Og kannske þar fann maður hezt af öllu, hve líkir við erum hver öðrurn og einlægir vinir, hið norræna fólk. Þannig líður norræna æskulýðsmótið, ekki aðeins þetta, heldur og þau önnur, fyrr og síðar. Þess vegna vil ég hvetja alla, sem sjá nokkur tök á því að reyna að lcomast á slíkt mót sem þetta, því það auðgar andlegan þroska og skapar fagrar og heillandi minn- ingar á lífsleiðinni. íslenzkir ungmennafélagar! Fjöl- mennið á næsta norræna æskulýðsmótið, sem ráð- gert er í Danmörku að vori. 2. hefti Skinfaxa 1941. er uppgengið lijá afgreiðslu Skinfaxa. Einhverjir Umf. ínuuu væntanlega eiga þetta liefti í fórum sínum og eru þeir vin- samlega beðnir að senda afgreiðslu Skinfaxa það, sem til er af því, sem allra fyrst. Skinfaxi fæst að mestu frá 1925. Bók ungmennafélaga. Ungmennafélag íslands liefur útvegað nokkur eintök af bólc Jens Marinus Jensen, Ad nordlige Veje, sem segir frá starfsemi ungmennafélaga á Norðurlöndum og heimsókn til þeirra allra. Þar er skemmtilegur þáttur um ferð liöfundar til íslands sumarið 1940 og U.M.F.l. Verð bókarinnar er kr. 25.00 ísl. auk kostnaðar við póstsendingu. Ungmennafélagar, sem hug hafa á að eignast þessa bók, ætiJu að skrifa eftir henni sem fyrst til U.M.F.Í.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.