Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1951, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.11.1951, Qupperneq 14
110 SIÍINFAXI 43 millj. kwst., en 1949—50 mesta álag 216 þús. ktw. og orkusalan 626 millj. kwst., svo ekki verður annað sagt, en að rafmagnsmálin hafi þrifizt vel undir stjórn E.S.B., þrátt fyrir margvíslega fjárhaglega örðugleika í landinu á árunum 1930—40. Raforku hefur verið veitt til allra boi’ga og bæja og flestra þorpa (95%), en dreifing um sveitirnar er. tiltölulega skammt á veg komin, enda eru þær strjál- býlar og byggðin að þvi leyti svipuð og hér á landi, að býlin standa yfirleitt ein sér en ekki í þyrpingu. Á Irlandi búa um 60% af þjóðinni i sveit, svo ekki er að undra, að Ix-ar hafi haft fullan hug á að leiða rafmagn út í strjálbýlið. Árið 1943 lagði E.S.B. fram ýtarlega greinargerð um lausn rafoi'kumála sveitanna og var síðan ákveðið að eftirfarandi 5 atriði skyldu lögð til grundvallar við lausn þessarar mála: 1. Að gjaldskrá í sveitum skyldi vera álíka og í þorp- unum, samkvæmt þeim gjaldskrám, er þá voru í gildi þar. Að sama gjaldskrá skyldi vera í gildi fyrir alla notendur í sveit, hvar sem væri á landinu. 2. Að notendum skyldi yfirleitt ekki gert að greiða veruleg heimtaugagjöld, né heldur ábyrgjast lág- marksgjald fyrir rafoi’ku. 3. Að sem flestir gætu fengið rafmagn og að leitast skyldi við að taka fyrir ákveðin svæði í hverjum áfanga, en ekki línur eða belti. 4. Að fyrst ætti að taka fyrir þau svæði, þar sem fjár- hagsleg afkoma veitanna yrði bezt. 5. Að allt skyldi gert til þess að fullgera dreifikerfin um sveitirnar á 10 árum. Fyrsta rafmagnskerfið var valið í sept. 1946, og eftir að línuleiðir höfðu verið mældar, var byrjað að setja niður stólpa í nóv. sama ár. I byi’jun var við ýmsa örðugleika að etja, eins og eðlilegt er, en síðar hefur gengið betur.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.