Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 24

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 24
120 SKINFAXI I lokaræðu sinni hér tilkynnti fararstjóri Finnanna, að Stefáni Runólfssyni og Guðrúnu Nielsen yrðu send heiðursmerki og viðurkenningarskjal finnska ungmennasambandsins strax eftir heimkomu flokks- ins. Þessi vinúttu- og viðurkenningarmerki komu um hæl, og fylgdi þeim mjög vingjarnlegt bréf frá Yrjö Vasama, þar sem hann leggur áherzlu á, hve öllum í flokknum þótti mikið til íslandsferðarinnar koma. Þakkar hann sérstaklega fyrir ánægjustundir hér, gestrisni og vinsemd. Yrjö Vasama er varasambands- stjóri finnsku samtakanna. Hann er maður hress og hlýr í viðmóti, málamaður góður og þekktur rithöf- undur. í viðtali, sem ritstjóri Skinfaxa átti við Stefán Runólfsson, lagði hann áherzlu á, að flokknum hefði fyrst og fremst verið hingað boðið til þess að glæða áhuga ísl. ungmennafélaga og æskufólks fyrir viki- vökum og þjóðdönsum yfirleitt. — Er vonandi að sú verði raunin á. Og víst er um það, að finnski þjóðdansaflokkurinn lét ekki sitt eftir liggja, að svo mætti verða. Svo skemmtileg og falleg var sýning hans.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.