Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1951, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.11.1951, Qupperneq 29
SKINFAXl 125 FRÁ JAVA: Þar sem austrið og vestrið mœtast í klæðaburði. — sömu akrar og fjölmörg beztu mannvirki voru eyðilögð af Hollendingum. Fjárhagur og allt atvinnulíf var í rústum eftir styrjaldarárin. Og síðast en ekki sízt. ibúar Indonesíu eru ákaflega ólíkir og sundurlyndir innbyrðis. Snemma á öldum komu innflytjendur frá Norður Indo-Kína og settust að á Indonesíu. Síðar urðu stórfeldir fólksflutn- ingar til eyjanna frá Indlandi, Arabíu, Persíu og seinast Evrópu. Þetta fólk flutti með sér menningu, siði og lífsvenjur þessarar þjóða. Þess vegna eru tvö hundruð tungumál töluð á Indonesíu í dag, sum af fáum en önnur af milljónum, eins og t. d. á Java. Menning ýmissa Asíuþjóða hafði þegar í upphafi mjög sterk áhrif á allt þjóðlíf á Indonesíu. List, bókmenntir (þjóðsögur) og þjóðhættir bera þess glögg merki. Áhrif Hindúa voru um skeið mjög sterk, og hið merkilega steinminnismerki á Mið- Java, Borabodur, sýnir ljóslega, að áhrif Búddatrúar hafa verið mikil á timabili. Á því eru útskornar myndir af Búdda. List Javabúa endurspeglar ennþá Bramatrú og áhrif hennar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.