Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1951, Side 32

Skinfaxi - 01.11.1951, Side 32
128 SKINFAXI 15% af tini. Auk þess geysimikið af tei, sykri, hampi, kókos- hnetum og pálmaviðarolíu. íbúafjöldi Indonesíu er um 76 milljónir. Þar af búa 46 millj- ónir á Java einni. Java er þó aðeins % af stærð Frakklands, en hefur sömu íbúatölu. Þá lifa 1.250.000 Kínverjar á eyjunum, 250000 Evrópumenn (Hollendingar) og um 100000 blandaðra manna frá ýmsum löndum Asíu. Af Kínverjum og Evrópu- mönnum er um þriðjungur fæddur á Indonesíu. Það var ekki bjart yfir Indonesíu í ársbyrjun 1950. Það var hnípin þjóð í vanda, sem fagnaði frelsi sínu. Vandamálin voru margvísleg, hvert sem litið var. Fjárhagskerfi og at- vinnulíf þjóðarinnar var í rústum. Framleiðslan hafði dreg- izt alveg saman að heita mátti styrjaldarárin. Milljónir ekra hafði gjöreyðilagzt. Atvinnurekendur drógu saman seglin í óvissunni, sem framundan var. Fjöldi manna komst á vergang. Fólk flykktist til höfuðborgarinnar og íbúatala hennar óx úr 600 þús. upp í 2 milljónir. Atvinnuleysi óx stöðugt, og stjórnin gat ekki haldið uppi lögum og reglu, og fengsælast var að afla sér fanga með byssu í hönd. Flokkadrættir jukust, og alþýða manna þekkti ekki aga frelsisins. Ofgastefnur i trúmálum og stjórnmálum óðu uppi. Hollendingar, sem mest höfðu handa á milli og gátu eitthvað gert, héldu að sér höndum, enda var nú sá þræll, er áður var herra. Skuldir þjóðarinnar uxu að sama skapi. Útflutningur var lítil sem enginn, og þjóðin varð að taka lán erlendis. Banda- ríkin hlupu undir bagga, og veittu þau Indonesíu 100 milljón dollara lán 1950. Auk þess námu skuldir þjóðarinnar við Hol- land á 5. hundrað milljón sterlingspunda. Erlendar skuldir námu 2'/2 sterlingspundi á hvern íbúa.Til samanburðar má geta þess, að skuldir Indverja voru 3 shillingar á íbúa og skuldir Japana 3 pence á íbúa. Aðeins 10% þjóðarinnar er læs og skrifandi. Vegna skorts á kennurum og skólum getur aðeins þriðjungur barna á skóla- skyldualdri orðið fræðslu aðnjótandi. Er það eitt mest að- kallandi vandamál lýðveldisins, að koma því til leiðar, að öll börn geti orðið aðnjótandi lágmarksþekkingar og fræðslu. Þá er þjóðinni einnig mjög nauðsynlegt að sameinast um eitt allsherjar tungumál, sem allir skólar, þing, blöð og útvarp tækju upp. Reisa þarf fjölmarga skóla, barnaskóla, iðnskóla, bændaskóla, húsmæðraskóla og háskóla. Öll æðri menntun er í molum. Mikill skortur er á verkfræðingum, lögfræðingum, kennurum, húsameisturum og læknum. T. d. leiddi rannsókn í ljós, að aðeins 700 læknar voru fyrir þær 76 milljónir manna,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.