Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 39

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 39
SKINFAXI 135 til nokkurra tilgerðarjátninga, heldur hitt, í trausti þess, að til sé það, sem kallað er andi, að kunngera honum þann veruleika, sem honum sem mannfólki, sköpuðu í guðs mynd með ábyrgðartilfinningu gagn- vart öðrum, er áskapað að lifa og hrærast í. Og að kunngjöra þýðir hér, að tala þannig um þann veru- leika, að hann blasi við æskulýðnum svo lífrænn og þróttmikill, að honum skiljist það, að þar eigi ekki sinnuleysi við, heldur samtök um að taka afstöðu til hans. — Jafn fráleit er sú hugmynd, að oss beri að vera hlut- lausir hvað stjórnmál áhrærir. Vér hittum og fyrir þá skoðun, að þjóðlegum æskulýðssamtökum beri að sniðganga pólitík í hvaða mynd sem er, fyrir þær sak- ir, að þau eru þjóðleg samtök, sem rúma innan sinna vébanda ungmenni allra stjórnmálaflokka. Meiri mis- skilning og róttækari svik við ætlunarverk vort er vart unnt að hugsa sér. Sé sá skilningur lagður í stjórnmál, að þau séu röltræður og ákvarðanir um þær leiðir, er þjóðin skuli fara, að lýðræði hér á Norðurlöndum j)ýði það, að ábyrgðin sé lögð þjóðunum sjálfum á herðar og það haft hugfast, að innan fárra ára verði æsku- lýðnum fengnir kjörseðlar í hendur, svo að hann öðl- ist ábyrgðarrétt til þess að marka stefnu framtíðar- innar, er það augljós skylda hvers ungmennafélags (ekki sízt þeirra, sem kalla sig þjóðleg), að stuðla að því af fremsta megni, að æskulýðurinn sé fyllilega undir það búinn, að takast þessa ábyrgð á hendur. Það verður því seint nógsamlega á því liamrað, að hlutverk vort er, að hjálpa æskulýðnum til þess að horfast í augu við og skilja þær ráðgátur, sem á vegi þjóðfélags- ins verða, horfast i augu við þær sem staðreyndir, er ekki verði sniðgengnar, heldur krefjist úrlausnar, og ábyrgðin á giftusömum úrlausnum hvíli á herðum hans. Vér segjum, að samtök vor séu ópólitísk. En það þýðir aðeins, að við boðum engar einskorðaðar póli-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.