Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 41

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 41
SKINFAXI 137 FRÁ FÉLAGSSTARFINU Hér verða rakin nokkur atriði úr skýrsluni félaganna árið 1950. Hefur verið venja að gefa slíkt yfirlit árlega. Þau atriði verða þó ekki talin, sem sameiginleg eru í flestum skýrslun- um, eins og iþróttaiðkanir og keppni á íþróttamótum, ferða- lög ár livert í aðra landsfjórðunga, sem virðist mjög fara i vöxt, auk skemmri ferða, leikstarfsemi, nema um stœrri verk sé að ræða, málfundir, söngiðkun og skemmtanahald, fjár- öflun til ýmissa framkvæmda, einkum samkomuhúsa og í- þróttamannvirkja. Nokkuð er um mannúðar- og hjálparstarf- semi. Umf. Drengur í Kjós vinnur að myndariegum íþróttavelli við félagsheimili sitt. Gróðursetur árlega trjáplöntur i skrúð- garð félagsins. Félagsblaðið Hreiðar heimski kom út i 6 tbl. Skuldlaus eign félagsins nemur kr. 417 þús. (Ekki fasteigna- matsverð). Umf. Reykdæla, Reykholtsdal, gróðursetti 800 trjáplöntur í gróðurreit félagsins. Bókasafn þess telur 955 bindi. Umf. Brúin í Hálsasveit og Hvítársíðu, vinnur að girðingu við samkomuhús sitt að Stóra-Ási í Hálsasveit, sem fyrir- hugað er að verði í senn trjáræktarstöð og varna uppblæstri. Félagið endurnýjaði ferjubát sinn á Hvitá. Bókasafn þess telur 1100 bindi. Umf. Barðstrendinga, Barðaströnd, minntist 20 ára afmælis á árinu með myndarlegu íþróttamóti og samkomu. Ásrún Kristmundsdóttir kenndi þjóðdansa. Þátttakendur 22. Umf. Gísli Súrsson, Haukadal tók til afnota og girti skóg- ræktarreit, y3 dagslátta að stærð og gróðursetti þar 300 trjá- plöntur. Umf. Bifröst, Onundarfirði, gróðursetti 400 trjáplöntur i reit skógræktarfélags Vestur-ísfirðinga í Bjarnardal. Tóbaks- bindindisdeild starfar innan félagsins. Umf. Vatnsdælingur, Vatnsdal, gróðursetti 300 trjáplöntur í skógræktarreit félagsins. Gefur út félagsblaðið Ingimundur gamli, sem lesið er upp á félagsfundum. Umf. Vorboðinn, Engihlíðarhreppi, gróðursetti 800 trjá- plöntur i skógræktarreit hreppsins. Gefur út handskrifað blað. Umf. Fram, Seyluhreppi, gróðursetti 2000 plöntur í skógar- reit félagsins. Umf. Tindastóll, Sauðárkróki, gróðursetti 3000 plöntur í

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.