Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1951, Síða 42

Skinfaxi - 01.11.1951, Síða 42
138 SKINFAXI trjáreit félagsins. Tók þátt í mörgum iþróttamótum utan hér- aðs og innan og starfar ötullega að íþróttamálum. Umf. Hegri, Rípurhreppi, girti 4 ha. land, sem áformað er að rækta tún og planta trjáplöntum i. Gefur út félags- blaðið Hegra. Umf. Hjalti, Hólahreppi, braut niður 5 dagsláttur, sem rækt- að verður til viðbótar túni félagsins, er félagsmenn heyja endurgjaldslaust á hverju ári. Umf. Haganeshrepps, Haganesvík, sýndi sjónleikinn Tengda- mömmu. Umf. Ársól og Árroðinn, Eyjafirði, vinna að íþróttavallar- byggingu að Syðra-Laugalandi. Bindindisfélagið Dalbúinn, Saurbæjarhreppi, gróðursetti 1300 plöntur í trjáreit félagsins. Vann að endurbótum á sam- komuskála sínum. Umf. Öxndæla, Öxnadal, minntist 50 ára afmælis. Guðs- þjónusta var í kirkjunni, en samkoma í húsi félagsins með ræðum og almennum söng. Umf. Svarfdæla, Dalvík, lék sjónleikinn Brimhljóð í sam- vinnu við Leikfélag Dalvíkur 4 sinnum. Hafði 64 kvikmynda- sýningar á Dalvik. Ilóf viðbyggingu á samkomuhúsi félagsins. Umf. Þorsteinn Svörfuður, Svarfaðardal, lék sjónleikinn „Seðlaskipti og ást“. Umf. Vísir, Ólafsfirði, hefur stofnað bókasafn á félagssvæði sinu. Umf. Einherjar, Vopnafirði, starfar í þremur deildum, sem greinast eftir byggðinni í A, B, D. Deildir félagsins starfa allar að sundlaugarbyggingunni, sem lauk á árinu. Ennfremur skóg- rækt, iþróttavallargerð og byggingu félagsheimilis. Samkomur og fundi halda deildirnar venjulegast út af fyrir sig. Umf. Valur, Reyðarfirði vinnur að iþróttavallargerð og gróðursetti 800 plöntur í trjáreit sinn. Umf. Öræfa, Öræfum, vinnur að gróðurreit við samkomu- hús sitt. Gefur út handskrifað félagsblað. Umf. Meðallendinga, Meðallandi, hefur girt reit við sam- komuhúsið og hafið þar trjárækt. Umf. Ósk, Fljótshverfi, á 1500 m2 trjáreit. Rekur bókasafn með 587 bindum. Umf. Eyfellingur, A.-Eyjafjöllum, endurbætti sundlaug sína að SeljavöIIum. Félagið á trjáreit. Umf. Ásahrepps, Holtum, vinnur að byggingu félagsheimilis að Ási og á tvo trjáreiti. Umf. Samhygð, Gaulverjabæjarhreppi, liélt málfundanám-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.