Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 44

Skinfaxi - 01.11.1951, Page 44
140 SKINFAXI annað sem áformað er að gera hverju sinni. Slikt kostar um- ræður, stundum á mörgum fundum. Skil á skýrslum til U. M. F. í. eru enn alltof léleg. Þær eiga að berast fyrir 1. mai en almennt koma þær siðar og alls ekki frá sömum félögum. Vanræksla þessi er einkum stjórnum héraðssambandanna að kenna, sem reka linlega á eftir þeim heima i héruðunum. Ýms sambönd sanna aftur á móti, að það er hægt að standa fullkomlega í skilum með skýrslurn- ar, eins og U. M. S. Skagafjarðar, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestur-Barðastrandasýslu sem senda þær 100% og mjög lítið skortir á hjá Ungmennasambandi Kjalarnesþings, Borgar- fjarðar og Eyjafjarðar. Stjórnir héraðssambandanna þurfa að vera samtaka um að kippa þessu i lag, því trassaskapur i þessum efnum er ungmennafélagshreyfingunni ósamboðinn. D. Á. íþrnttatjrcinar Eiðawnótsins Sambandsráðsfundur U.M.F.I., sem haldinn var í Reykjavík 29. og 30. sept. samþykkti að keppt skyldi í þessum íþróttagreinum á landsmótinu næsta vor: 1- Frjálsar íþróttir: Hlaup: 100 m, 400 m, 1500 m, víðavangshlaup ca. 4000 m., boðhlaup 4x100 m, 80 m hlaup kvenna og 4x80 m boð- hlaup kvenna. Stökk: Langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk. Enn- fremur langstökk og hástökk kvenna. Köst: Kringlukast, kúluvarp, spjótkast og kúluvarp kvenna. 2. Sund: Karlar: 100 m bringusund, 100 m frjáls aðferð, boðsund, 4x50 m frjáls aðferð. Konur: 100 m bringusund, 50 m frjáls aðferð, 4x25 m hoðsund, frjáls aðferð. (Synt verður í köldu vatni). 3. Glíma: Glímt verður í einum flokki. 4. Handknattleikur: Keppni milli beztu kvenflokka livers héraðssambands. Aðrar samþykldir sem gerðar voru um íþróttir mótsins eru þessar:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.