Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 18
tií hvalveiða. Þau árin náði búrhvalaveiði þeirra hámarki. Síðan kom frelsisstríðið, Englendingar tóku hávaðann af skipum þessum traustataki, eða sökktu þeim. Eftir að styrjöldinni lauk komu Bandaríkja- menn sér upp hvalveiðiflota að nýju. Þeir veiddu búrhvalinn sem áður, en tóku nú einnig að fást við ýmsar aðrar hvalategundir. Mátti heita, að þeir leituðu hvala um öll höf heimskautanna á milli, enda gerðust þeir nú stórvirkari við hval- veiðar en nokkur þjóð hafði áður verið. Árið 1842 var hvalveiðifloti Bandaríkjamanna 594 skip, en allar aðrar þjóðir heimsins áttu þá aðeins 230 hvalveiðiskip samtals. Stærstur mun flotinn hafa orðið árið 1846, 735 skip. Stærsta útgerðarborg hvalveiðiskipa var um þessar mundir New Bedford. Hin gengdarlausa hvalveiði Bandaríkjamanna hlaut að hafa örlagarík áhrif á hvalastofninn, enda rak brátt að því. Þegar líða tók fram um 1840 fór veiðin að tregast ískyggilega, og um miðja öldina var útgerðin farin að berjast í bökkum sakir aflaleysis, þrátt fyrir mjög hátt verð á lýsi. Fækkaði skipunum með hverju ári, svo að um 1874 voru aðeins gerðir út fáir tug- ir hvalveiðiskipa. Síðan hafa hvalveiðar Banda- í'íkjamanna verið í smáum stíl. Þeir gera að vísu út til þessara veiða enn í dag, en aðeins fáein skip. Um og eftir 1860, þegar hvalveiðar Ameríku- manna stórminnkuðu ár frá ári, og allir sáu að stefndi í beinan voða, leituðu röskir útgerðar- menn fyrir sér um allar jarðir, þar sem hugs- anlegt var að hvals yrði aflað. Fluttu sumir þeirra bækistöðvar sínar langt frá eigin heim- kynnum. í þeim hópi var maður, sem örlögin báru að ströndum íslands. skipa, að afiinn stórminnkaði með ári hverju eftir að kom fram yfir miðja öldina (19. öld). Um 1860 mátti heita að hvalveiðar Bandaríkja- manna nálguðust þrot, og útgerðin væri á helj- arþröm. Thomas Roys hafði um skeið unnið að merkilegrí uppgötvun, sem hann gerði sér vonir um að breytt gæti aðstöðu allrí við hvalveiðar. Hann fékkst við það að finna upp hvalabyssu, sem gæti skotið skutli með viðtengdri eins kon- ar sprengikúlu (granatharpum). Átti sprengi- kúlan að springa þegar í hvalinn kæmi, og stytta lífdaga hans að miklum mun. Hafði Roys fengið einkaieyfi á þesari uppgötvun sinni, en var ekki kominn svo langt áleiðis að verulegur árangur hefði náðst, þegar veiðin mátti heita til þurrðar gengin í öllum höfum nálægt heimkynnum hans. Nú var það um þessar mundii’, að Roys fór að svipast um eftir bækistöðvum einhvers staðar á hnettinum, þar sem hann gæti reynt uppgötv- un sína og ef til vill rekið hvalveiðar með ár- angri. Einhverjar orsakir, sem nú munu ókunn- ar, beindu huga hans til íslands. Það mun hafa verið árið 1862 sem Roys sótti um það til dönsku stjórnarinnar að mega reka hvalveiðar frá ís- landi. Hefur hann eflaust látið þess getið, hvaða vonir lægj u til þess, að um arðvænlegan atvinnu- veg væri að ræða, ef sér tækist að fullkomna uppgötvun sína. Málaleitan þessari hefur verið vel tekið, að því er bezt verður séð, en það skil- yrði þó sett, að Roys gei’ðist danskur ríkisborg- ari. Gekk hann fúslega að þessu. Þetta sama ár mun Roys hafa farið hingað til fslands, til að kynna sér staðhætti og velja aðsetur fyrir hvalveiðarnar. Þóttu honum Austfirðir liggja bezt við til veiðanna, og ákvað að gera það- an út. Svo segir ein heimild, að þeir hafi verið þrír Hvalur dreginn á land hjá hvalveiðistöð. Thomas Roys. Thomas Roys er maður nefndur. Hann var Bandaríkjamaður og átti heima í New York. Roys gerði út skip til hvalveiða. Kenndi hann á hinu sama og aðrir útgerðarmenn hvalveiði- Roys-bræður, sem að útgerðinni stóðu, þótt Thomas væri jafnan nefndur fyrirliðinn. Vorið 1863 kom hvalaleiðangur þessi til íslands, og er sá nefndur F. W. Roys, sem fyrir veiðunum stóð. ,,Móðurskip“ leiðangursins hét „Reindeer“, og 3D6 VÍKINBUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.