Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 65
SMÁSAGA SIGURÐUR BRVIXIJÓLFSSOM Manntap i * Éfí' hefi aldrei hugsað um hann fyrr en í haust. En nú dettur mér hann ævinlega í hug þeg- ar ég set upp gráa sumarhattinn minn, sem er orðinn þófinn og upplitaður, og jafnvel ég læt ekki sjá mig með á sólfögrum góðviðrisdögum; set hann aðeins upp til þess að hlífa mér þegar verst er veðrið, og í því hlutverki dugar hann eins vel og þeir hattar, sem búðarlyktin ilmar ennþá af. En þegar sólin skín og ég fer til mannfagn- aðar, þá er gamli hatturinn ekki með í förum. Ég er meira að segja hættur að hafa hann í for- stofunni, — geymi hann niðri í kjallara til þess að hann hneyksli ekki kunningjana, ef þeir skyldu villast heim til mín. Allur er varinn góður og það er staðreynd, að persónuleiki sumra manna, svo ég tali nú ekki um lánstraustið, getur beðið stóran hnekki við of náin kynni af ljótum hatti. Þetta var um hattinn. En hver er hinn? Ég veit það tæpast. Hann hefir víst alla sína æfi stundað sjó, þótt útlitið bendi ekki til sjóferða eða harðræða. Hann er manna lægstur vexti og örgrannur, andlitið gráfölt og horað, hárið skollitað og þunnt, rytjulegt yfirskegg, nefið í stærra lagi, röddin veik með hálfbrostnum, titrandi blæ- brigðum, siginaxla og lotinn, dálítið reikull í spori, enda stundum ölvaður. Æ, já, hann var allur mjög lítill. Nei, ekki allur. Augun voru stór. Hann hafði mjög einkennileg augu, blandin fjarrænni óskynjan hvítvoðungsins og raun- skyggni þess, sem mætt hefir hinni þyngstu sorg og skilið hana. Var það forklárun hins heilaga einfeldnings, eða var þetta guðsbarnið, sem öll heimsins synd var lögð á? Og þó gleymdist hann svo fljótt. Hann kom og fór eins og svolítill léttur svíf- andi skýjahnoðri — hljóður, þýðingarlaus. Hverjir voru svo kunningjar hans? Allir og enginn, eftir því sem ég vissi bezt. Átti hann enga vini? Sigurður Brynjólfsson. Það held ég ekki. Einn og einn skipstjóri eða útgerðarmaður mundi eftir honum ef þá bráðvantaði mann á skip sín, einkum ef það voru léleg skip, sem erfitt var að fá menn á. „Ég gæti ef til vill hjálpað þér um skiprúm núna, góði, ef þér lægi mikið á“. Auðvitað var þetta mikil og áþreifanleg vin- átta; ólíkt arðvænlegri en hinna, sem aðeins minntust hans ef þeir fóru í aflóga flík. Að vísu var hann svolítið lotnari og þunnleit- al-i eftir að hann hafði notið vináttunnar, en það gerði sjálfsagt ekkert til. Hann hafði víst aldrei ætlað sér að keppa í þungavist. Stundum var göngulagið ofurlítið reikulla dagana á eftir; stundum ekki. „Þú átt ekki vísan afla, þótt þú.róir". Ó—nei. „Engin dregur, þótt ætli sér, annara fisk úr sjó“. En nú hafði ég ekki séð hann í marga mánuði. Á hvaða skipi skyldi hann vera svona lengi ? Svo var það í rigningunni á dögunum, — ein- mitt þegar ég var með gráa hattinn, að ég hitti Stjána gamla kyndara og spurði hann hvað orð- ið hefði af þessum fyrrverandi skipsfélaga hans. Já, hann. Hann er löngu drukknaður. V í K I N G U R 353
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.