Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 22
starfsár. Þrátt fyrir þetta mikla tap, gerðu for- ráðamenn sér vonir um að úr rættist. Ef til vill mætti takazt að yfirvinna ýmsa tæknilega örð- ugleika við að ná hvölunum, auk þess sem þorskveiðarnar og hákarlaveiðamar þóttu lík- legar til að gefa góðan arð, þegar skriður kæm- ist á þær. Til þess að lengja úthaldstíma ,,Thom- asar Roys“ og dreifa nokkuð áhættunni, lagði Hammer af stað á honum í selveiðaleiðangur síðari hluta febrúarmánaðar 1867. Hafði hann fengið vana selveiðimenn frá Noregi til að leið- beina um veiðarnar. Þessi tilraun tókst vel. „Thomas Roys“ hélt inn í heimskautaísinn og aflaði fjölda sela á skömmum tíma. Lagði hann veiðina upp á Berufirði eystra. Síðan var tekið til við hvalveiðarnar. Hafís var mikill við fs- land þetta sumar, svo að hvalveiðar fyrir Norð- ur- og Austurlandi máttu heita útilokaðar. Gerði það Hammer þungar skráveifur. Var aflinn fremur rýr, þótt hvalbyssan hefði venð endur- bætt nokkuð og brygðist ekki jafnoft og áður. Þetta sumar var læknir sá á hvalveiðaskipi Hammers, er Sophus Halias hét. Hann athugaði nákvæmlega og með vísindalegum áhuga alla þá hvali er skipverjar veiddu. Skrifaði hann síðan merka ritgerð um þessar athuganir sínar, og bætti þar ýmissi vitneskju við það, sem áður var kunnugt fræðimönnum um hvali og hátt- semi þeirra. f ritgerð þessari lýsir höfundur veiðiaðferðinni, segir frá mörgu um eðli hvala og lifnaðarhætti, semur skrá um stærð hinna veiddu hvala og lýsir lit þeirra.og útliti. Hann mældi nákvæmlega sex steypireyðar og einn hnúfubak. Lengsta steypireyðurin var 40 álnir, en hin styzta 35 álnir á lengd. Hnúfubakurinn var 211/2 alin. Næstu tvö árin, 1868 og 1869, hélt danska fiskveiðafélagið áfram störfum, þótt stöðugt tap væri á rekstrinum. Selveiðarnar báru sig ágæt- lega og gáfu nokkurn arð. Stóráfallalausar voru einnig hákarlaveiðarnar. Hins vegar tapaðist allmikið á haldfæraskipunum og hvalveiðarnar sýndu stórtap ái’lega. í janúarmánuði 1870 hélt félagið ársfund að vanda, og voru þar lagðir fi'am reikningar síð- asta árs. Höfðu útgjöld ársins 1869 orðið 36 þús. rd. meiri en tekjurnar. Voru það enn hval- veiðarnar, sem mestur hallarekstur var á. Ákvað uðalfundur félagsins að halda enn áfram rekstr- ínum að öðru le.yti en því, að hætt skyldi hval- veiðunum. Var stjórn félagsins falið að selja gufuskipið „Thomas Roys“, en fengist eigi við- unanlegt verð fyrir skipið, veitti fundurinn fé- lagsstjórninni heimild til að gera það út til sel- veiða. Tilboð komu í skipið, og var hæsta boð 42 þús. rd„ en það þótti stjórninni of lágt, og vildi hún ekki áð því ganga. Fyrir fundi þessum lá sundurliðuð skýrsla um reksturinn þau fjögur ár, sem útgerðin hafði staðið. Rekstrarskýrslan um hvalveiðarnar var ekki glæsileg. Tekjur af þeim veiðum höfðu samtals orðið á fjórum árum 37366 rd„ en gjöld- in 126603 rd. Hreint rekstrartap var því 89237 rd. og var það geysimikil upphæð á þeirrar tíðar mælikvarða. Snemma í marzmánuði 1870 lét Hammer úr Iiöfn á skipi sínu, og hélt norður í höf til sel- veiða, svo sem ákveðið hafði verið ef skipið yrði ekki- selt. Veiðin var hin bezta. Eftir fái’ra daga dvöl í ísnum var kominn mikill afli Þá vildi svo illa til, að veður spilltist og laskaðist skipið verulega, er ís þrengdi að því á alla vegu. Komust þeir Hammer við illan leik úr ísnum, og náðu með naumindum til Seyðisfjarðar. Þá var „Thomas Roys“ ósjófær með öllu, og var gefinn upp sem strand. Lýsis- og spikfarminum var bjargað. Skipið var vátryggt, þótt lágt væri, hjá Lloyds í London, og var vátryggingarfélag- inu sagt til skipsins. Með þessu var hvalveiðum Hammers lokið, enda var nú senn endir bundinn á félagsskap þennan. Hákarla- og þorskaveiðiskipin héldu að vísu áfram veiðum sumarið 1870. En á næsta aðalfundi félagsins í ársbyrjun 1871, báru reikn- ingar það með sér, að útgjöldin 1870 hefðu num- ið 48 þús. rd. meira en tekjurnar. Af þeim halla stöfuðu 26 þús. rd. af strandi „Thomasar Roys“. Samtals voru skuldir félagsins orðnar 240 þús. rd„ en eignir þess í skipum, húsum 0g vöruleyf- um aðeins 44 þús. rd. Hreint tap á fimm árum var því nálega 200 þús. rd. Sá félagsstjórn engin ráð til að koma fótum undir félagið, sízt af öllu er „Thomas Roys“ væri tapaður, og lagði til að félagið væri leyst upp og eigur þess seldar. Var svo gert, og lauk þar með sögu „Danska fisk- veiðifélagsins". Norðmenn koma til sögunnar. Eins og lítið eitt hefur verið að vikið áður í pistlum þessum, tóku menn að brjóta mjög heil- ann um ný og hentug skotfæri til að vinna hval- ina, eftir að kom fram um miðja ]9. öld. Bæði Ameríkumenn og Bretar gerðu tilraunii’ með ,,granat“-byssu, en árangurinn varð ekki sérlega góður. Eitthvað skorti á til þess að uppgötvun- in kæmi að fullum notum. Það var Norðmaður, sem leysti vandann, og lagði um leið grundvöll að nútíma hvalveiðum, þar sem Noregur hefur verið forystuþjóðin. Þessi Norðmaður hér Svend Foyn. Svend Foyn var fæddur í Tönsberg árið 1809. Hann var ekki kominn af barnsaldri þegai’ hann gerðist sjómaður, og mátti heita unglingur er hann tók við stjórn á skipi. í nokkur ár stýrði hann skipum við strendur Noregs. Fékk hann mikið orð sem ötull stjórnandi og bráðheppinn 31 □ V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.