Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 33
ÞORLEIFUR BJARIMASOINI
UPPRISA
SMÁSAGA
Þórleifur Bjarnason, höfundur þessarar snjöllu
sögu, er Hornstrendingur aö ætt. Um ættbyggö
sína hefur h ann samið ágætt rit HORNSTREND-
ÍNGABÓK. Nú er hann tekinn að fást við skáld-
skap, ot7 fer vel af stað. Er nýkomin út eftir hann
stutt skáldsaga, en önnur lengri og viðameiri mun
í smíðum. Þórleifur er námsstjóri á Vestfjörðum.
Á fjórða dag' páska sigldi Halldór Andrésson
sexæring sínum, Trausta, í verið. Þótt undar-
legt megi virðast, var þetta í fyrsta skipti í
mörg ár, sem hann reri úr Keflavík, og var það
þó ein næsta verstöðin við hann. Reyndar hafði
hann ekki verið mörg ár formaður. Þetta var
þriðja vorið, en hin tvö hafði hann róið úr Vog-
um, inni í Fjörðum. En hann hafði róið mörg
vor úr Keflavík, meðan hann var stráklingur og
háseti hjá öðrum, og það hafði hann lengst af
verið. Hann var kominn um fertugt og hafði
lengi borið þá löngun í brjósti að verða formað-
ur; svo hafði hann látið smíða Trausta upp úr
minni bát, sem hann átti, og auðvitað fór hann
ekki að fá annan formann á hann.
Halldór hafði fiskað vel þessi tvö vor, sem
hann var búinn að vera formaður. og sögðu
flestir, að hann væri heppinn að fiska og kapp-
samur, en ekki að sama skapi mikill sjómaður,
ef í hart fór.
Hversdagslega var Halldór ljúfur í viðmóti og
kallaði hvern mann elskuna sína. Annars gat
hann svifið milli hinna fjarstæðustu geðbrigða,
verið auðmjúkur og undirgefinn I tali, jafnvel
grátklökkur yfir íífsins armæðu og böli, en
skyndilega orðið ofsareiður og úthellt sér yfir
þann, sem vakið hafði reiði hans.
Nú þegar hann sigldi Trausta sínum inn á
Keflavík, var skap hans milt og undirgefið til
þakklætis við forsjónina. Honum byrjaði vel og
hann taldi sig hafa fengið góða háseta. Þrír af
þeim voru að minnsta kosti traustir menn: Há-
varður á Kambi, Jónas í Seli og Bencdikt á
Barði, allt rosknir menn og vanir sjó. Svo voru
liinir t'veir — Árni Grímsson og Hermann Þórð-
arson, báðir ungir og miklir fyrir sér. en ógætn-
ir í tali og spottsamii'. En þetta var nú svo títt
um unga menn.
Hann felldi segl skammt undan landi og lét
róa síðasta spölinn upp í vöiina, Nei, það voru
engir bátar komnir enn; liann var sá fyrsti.
Allt byrjaði þetta eins og hann óskaði. Það voru
reyndar ekki nema þrír bátar, sem æthiðu að
róa úr Víkinni þetta vor, og hinir tveir mundu
sjálfsagt koma með’ kvöldinu. Þeir Hannes á
Eyri og Jónatan í Ingjaldsfirði voru sjaldan
vanir að láta standa á sér.
í fjöru stóðu maður og beið komu þeirra Hall-
dórs. Það var auðvitað Gísli Fertramsson, bónd-
inn í Keflavík. Það var sagt, að hann gætti þess
vel að taka á móti útróðrarmönnum, þegar þeir
komu á vorin. Ilalldór þekkti Gísla lítið nema
af afspurn. IJann hafði fyrir nokkrumárumkom-
ið einhvers staðar austan af Ströndum — og
keypt kotið, að sumir sögðu, — hann var ekki
að flíka slíku — og leigði nú útróðrarmönnum
uppsátur eins og fyrirrennarar hans höfðu gert.
Gísli var kominn á sextugsaldur, var tvíkvæntur
og átti tvo sonu af fyrra hjónabandi. Þeir voru
báðir uppkomnir, annar þeirra farinn að beim-
an, en hinn reri þetta vor fyrir vestan. Skömmu
áður en Gísli kom í Keflavík, hafði hann misst
fyrri konu sína, en kvænzt strax aftur ungri
konu. Með henni átti hann þrjú börn, sem enn
voru í æsku. Gísli var hættur róðrum, en ann-
aðist um skepnur sínar, Hann sagðist enga
heilsu hafa til þess að róa. Eiginlega var hann
alveg heilsulaus maður, að hann sjálfur sagði,
og mesti aumingi, átti ekkert og barðist við
sultinn. Það sögðu ýmsir, að á vngri árum sín-
um hefði hann mjög stundað sjó og róið marg-
ar vertíðir fyrir vestan. Sumir efuðust um, að
fátækt hans væri eins mikil og hann lét af, og
dýr var hann talinn á uppsátur.
Gísli var hár maður vexti, beinvaxinn og hold-
skarpur. Venjulega klæddist hann tötrum, og oft
dróst hann áfram, þegar aðrir sáu til, en svo
sögðu ýmsir, að stundum sæist liann hlaupa við
fót, þegar enginn virtist nærri. Hann saug ótt og
títt upp í nefið. Þá var það svo um málróm hans,
að hann var oft aumingjalegur ,eins og maður-
inn væri langkvalinn af armóði og vesöld. Gár-
ungar hermdu því eftir Gísla og' höfðu hann að
háði.
Þegar Ilalldór lenti báti sínum, stóð Gísli á
fremstu steinum flæðarmálsins og beið komu
V í K I N G U R
321