Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 52
2. mynd.
á marmshörund, ef við kemur. Lýsir hann sér líkt og
bruni, áþekkt áhrifum brenninetlu.
Til eru fjölmargar tegundir af sæanemónum. Marg-
ar þeirra eru nauðalíkar blómum, ekki aðeins hvað lög-
un snertir, heldur einnig að litaskrauti. FjórSa mynd
sýnir einkar skrautlega og mjög útbreidda tegund.
Hún er fagurrauð á lit, likt og stór, fullþroslca rós.
Græn og brún afbrigði þessarar tegundar eru þó ekki
sjaldgæf. Sæanemóna þessi er einkar mikið rannsökuð
vegna þess, hve auðvelt hefir reynzt að halda henni
lifandi í sæbúri (aquarium). Hún fæðir lifandi unga,
sem stækka mjög ört, og þroskast. Tekizt hefur að
■“!. mynd.
4. mynd.
halda sædýrategund þessari lifandi í búri um 30
ára skeið.
Einhver tilkomumesta sæanemóna, sem til er í
höfunum, ber latneska nafnið Tealia crassicornis, (5.
mynd), en það þýðir anemónan með sveru griparmana.
Anemóna þessi getur orðið á stærð við barnshöfuð, og
er skreytt öllum hinum fegurstu litum, sem fundnir
verða í gjörvöllu litrófinu. Þar má sjá eldi'autt, blátt,
gult, grænt, brúnt og flesta aðra liti. Algengast er það,
að hvert dýr sé einlitt, en þó finnast einstaklingar, sem
geta státað af öllu litrófinu frá upphafi til enda! Þa:
sem fjöldi þessara „blóma-dýra“ situr saman á klöpp
um og skerjum, mynda þau fagurlitan blómagarð, svo
að mannsaugað hefur fátt litið glæsilegra.
Enn skal getið um eitt merkilegt afbrigði, sem all-
mikið ber á í þessum lystigörðum hafdýpanna. Það er
sæfjöörin. (6. mynd). Pennatula phosphorea heitir
hún á iatnesku máli. Sæfjöðrin er einnig samfélag
fjölmargra dýra, sem öll sitja föst á einum og sama
stofni. Sá stofn er þó ekki harður og kalkmyndaður,
5. mynd.
34D
VÍ KI N G U R