Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 8
Á alþingi sumarið 1634 „lýsti séra Jón Daða-
son vegna Árna Jónssonar, búanda í Hattardal í
Álftafirði í Eyrarkirkjusókn, hans eiginlegum
hvalskutli með slíku merki sem hér upp á mynd-
að er ARME 10“. — J. er tíundi stafurinn í staf-
rófinu, og á letrið því eflaust að merkja Árni J.
= Árni Jónsson. Hin hvalskutulslýsingin er svo-
hljóðandi:
„Anno 1653, þann 29. júní, lýsti Magnús Giz-
urarson í lögréttu skutulsmarki Jóns Berg-
sonar með svoddan hætti: Jónberg og öðru meg-
in SON. Er þessi Jón Bergsson í Arnarfirði".
Þegar hvalur fannst rekinn með merktum
skutli í, var finnandi eða jarðeigandi skyldur til
að láta eiganda vita, ef hægt var. Ella skyldi
hvalurinn skorinn, en andvirði helmingsins —
skotmannshluturinn — varðveittur, unz alþingi
kom næst saman. Þá var landeigandi skyldur til
að lýsa hvalskutlinum. — Hér er hvalskutuls-
lýsing frá 1653:
síns lífs enda og hennar, sem og skeði að liðn-
um þeim tíma, að hún varð fyrir óviljandi, þá
er hann vildi kálfinn hæfa, og lét hann það verða
sinn síðasta hval, því hann deyði á því sama ári“.
Jón lærði getur ólafs hvalaskutlara í Æðey og
listar hans, á öðrum stað í ritum sínum. Er það
í „Tíðsfordríf", þar sem hann kveðst birta
útdrátt úr ferðabók Björns Jórsalafara, þá er
Björn hrakti til Grænlands ásamt konu sinni,
og mátti hafa vetursetu. „Þar fannst þá reyð-
ur með skoti Ólafs bónda í Æðey í ísafirði, og
náði Björn þar skotmannshlut, sem hann þurfti
matar við fyrir fólk sitt“.
Hvalveiðar Arnfirðinga.
Arnfirzkir sægarpar héldu lengst við hinni
fornu og karlmannlegu íþrótt, að skutla hvali
með handskutli og af litlum bátum. Fengust
þeir við hvalveiðar allt fram að síðustu aldamót-
um, er hvalir hættu að koma þangað í fjörðinn.
Búrhvalsveiðar.
Myndin er gerð eftir gömlu málverki
„í sama stað (þ. e. lögréttu) og dag (þ. e 29.
júní) lýsti Sigurður Jónsson, sýslumaður í Mýr-
arsýslu, skutli, er fannst í fiski vestur í Álftár-
ósi, með þessu marki: XXI. Það, sem af fiskin-
um var nýtandi, var alls að vikt fjórar vættir“.
Hvalskutlarar ýmsir hafa nafnkunnir orðið á
fyrri öldum, einkum Vestfirðingar. Hér skal að-
eins minnst á einn þeirra, ólaf bónda í Æðey á
ísafjarðardjúpi. Jón lærði getur hans í hvala-
þætti sínum og segir af honum eftirfarandi
sögu:
„Ólafur bóndi, sem átti Æðey í ísafirði, á dög-
um Björns bónda Einarssonar, sem var faðir
Vatnsfjarðar-Kristínar, hann var hinn mesti
hvalaskutlai’i, og vitringur mikill og hóglátur.
Þau síðustu 15 ár hans lífdaga færði honum hin
sama reyður kálf sinn vaxinn á hverju sumri,
fyrr en hún fór til hafs. Hann hafði markað
með gat í gegnum hornið, og vildi henni ekki
granda, því hann sagði sama ár verða mundi
Svo vel vill til, að enn er á lífi maður, fróður vel
og gagnmerkur, sem gjörla kann að segja frá
veiðum þessum og veiðimönnum hinna síðari
tíma. Er það Gísli Ásgeirsson, skipstjóri og
bóndi frá Álftamýri. Hef ég snúið mér til hans
um upplýsingar varðandi þetta efni, og ekki
komið að tómum kofanum. Læt ég hann nú segja
sjálfan frá um hríð.
Gamlir menn sögðu í ungdæmi mínu margar
sögur af ólafi hvalamanni í Hvestu*), sem ver-
ið hafði afburða hvalaskytta á sinni tíð. Þeir
sögðu að Ólafur hefði strengjárnað hvalinn,
sem kallað var, verið á stóru skipi.. áttæringi
eða teinæringi, haft byssu fasta framan á skip-
inu, og skotið úr henni. Skutull sá, sem ólafur
notaði ,var sterkur mjög. Við skutulinn var fest-
*) Ólafur Jónsson í Hvestu mun hafa verið uppi á
17. öld. Sagnir um hann eru skráðar í „Vestfirzkar
sagnir“ I, bls. 16—22.
296
VÍKIN □ U R