Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 62
og notuðu aðeins segl. — úthaldstími þeirra var frá miðjum februar og fram í septemberlok. Reyndist oft erfitt að stjórna slíkum skipum í ofsaveðrum að vetrarlagi, enda eru margar raunasögur frá skútuöldinni um afdrif þessara skipa. Birni heitnum lánaðist skipstjórnin svo, að aldrei missti hann mann út af skipi sínu, og var hann þó enn lengi skipstjóri á slíku skipi eftir að þeim fói’ mjög að fækka. Svo sem kunn- ugt er var farið að selja þau úr landi um 1912, eða um svipað leyti og togurum fór að fjölga. Björn var hinsvegar skipstjóri á kútter Sigríði allt þangað til 1924. Kútter Sigríður var eign Th. heitins Thor- steinssons og fór Björn utan haustið 1924 í er- indum hans og keypti í Noregi línugufuskip fyr- ir húsbónda sinn. Var Björn síðan lengst af skipstjóri á skipi þessu meðan það var í eigu þeirra feðga, Th. Thorsteinssons og Geirs son- ar hans. En árið 1927 seldi Geir skipið og keypti Björn það þá ásamt nokkrum vinum sínum. Skírði Björn skipið þá Sigríði eftir skútunni, er hann lengst hafði stjórnað. Var hann síðan skipstjóri þess skips allt þangað til 1943, er heilsan leyfði honum eigi lengur að stunda sjó- inn. Allan þann tíma, sem Björn Jónsson var skip- stjóri, var hann með afbrigðum aflasæll. Reyndi og mjög á giftu hans sem annara skipstjórnar- og útgerðarmanna á árunum milli 1930—1940. Komust fáir betur fram úr erfiðleikum þeirra en Björn og útgerðarfélagar hans. Björn var og mjög öruggur skipstjóri. Naut hann og hylli allra þeirra, er kynni höfðu af honum, sem m. a. kom fram í því, að hann var sæmdur ridd- arakrossi Fálkaorðunnar. Björn var þó eigi síst vinsæll meðal skipverja sinna. Voru margir þeirra með honum í tugi ára og þar á meðal einn í þrjá áratugi, eða frá því að Björn tók við stjórn á kútter Sigríði 1913 og þar til hann lét af skipstjórn. Árið 1907 kvæntist Björn önnu Pálsdóttur bónda í Neðra-Dal í BiskupstUngum Stefánsson- ar. Þau hjón eignuðust 13 börn. Voru það þau: Frú Ásta, kona Hjartar kaupmanns Hjartarson- ar, Jón skipstjóri, sem er kvæntur Jenny Guð- laugsdóttur, frú Sigurbjörg, sem gift var Mort- en skrifstofustjóra Ottesen, frú Unnur, sem gift var Friðþjófi verzlunarmanni Þorsteinssyni, Björgvin stýrimaður, sem kvæntur var Ástu Þorkelsdóttur, frú Hildur, kona Gísla verzlun- armanns Kærnested, frú Sigríður, kona Bjarna borgarstjóra Benediktssonar, Anton íþrótta- kennari, ungfrú Auðbjörg, Haraldur verzlunar- maður, Guðjón sjómaður og Valdimar, sem enn er við nám. Þau fi'ú Anna og Björn komu öllum börnum sínum farsællega upp, enda voru þau öll hin mannvænlegustu. En Svo fór þó, að 5 bamanna dóu á undan föður sínum: Frú Unnur andaðist 1937. Um áramótin 1943—1944 drukknuðu þrír bræðranna á rúmum mánaðartíma. Anton í- þróttakennari drukknaði með mótorbátnum Hilmi á leiðinni vestur að Arnarstapa. Og nokkr- um vikum síðar fórust þeir Björgvin stýrimaður og Guðjón, sem frá sjö ára aldri hafði á sumrum verið á sjó með föður sínum og var nú að búa sig undir inngöngu í Sjómannaskólann, báðir með b.v. Max Pemberton undan Snæfellsnesi í janúar 1944. Loks lézt frú Sigurbjörg nú á s. 1. vori eftir skamma legu á Landakotsspitalanum. Það var eigi nema að vonum að Björn teldi nærri sér höggvið við þenna mikla barnamissi, einkum þar sem hann hin síðari ár átti við þráláta van- heilsu að búa. Lét hann þó eigi aðra á sér sjá og var jafnan kátur og hress, er gesti bar að garði. Vissi Björn og vel, að þrátt fyrir missi sinn, átti hann óvenjulegu barnaláni að fagna. Sú var þó gæfa lians mest, að hann átti sér óvenju samhenta konu. Þarf eigi að lýsa því, hversu oft hafi á frá önnu reynt, bæði fyrr á árum, er hún varð, oftast hjálparlítil, að veita sínu stóra heimili forstöðu, er bóndi hennar var lengi fjarvistum í hættusömum sjóferðum, síðar, er börnin hurfu brott hvert af öðru en Björn var sjálfur þrotinn að heilsu og kröftum, og loks nú, er hún sá krafta manns síns fjara út fjarri heimili þeirra, en vakti æðrulaus yfir honum, þangað til yfir lauk skömmu eftir að hann kom heim í síðasta sinn. Björn kunni og mjög vel að meta konu sina. í kunningjahóp lét hann það uppi, er kona hans var fjarri, að nú væri þess eins vant, að Anna væri með í hópnum. En dætrum sínum átti hann ekki betri ósk en þá, að þær yrðu mönnum sín- um jafn-góðar konur sem móðir þeirra hafði reynzt honum. Bjöi'n Jónsson var um alla hluti hófsamur maður. Hann var óhlutdeilinn um annara hag. Hann undi sér bezt á heimili sínu og skipi. Al- menn mál lét hann lítt til sín taka og hafði þó á þeim ákveðnar skoðanir, svo sem gömlum Reykvíking sæmdi. Hann var maður höfðingleg- ur á velli og sómi stéttar sinnar í sjón sem raun. Björn var maður trúrækinn og hélt til æfi- loka fast við þá siðu, er móðir hans hafði kennt honum ungum. Er liann var að signa sig áður en hann sofnaði næst-siðasta kvöldið sem hann lifði, fékk hann heilablóðfall og komst hann ekki til meðvitundar eftir það. Var þar með fagur endir bundinn á æfi góðs manns og nýts þjóð- félagsþegns. H. B. 35D V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.