Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 81

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 81
undir höfðingja af Seldælaætt, og ekki þann lakasta. Hrafii var dóttursonur Hrafns Sveinbjarnarsonar, son- ur Steinunnar Hrafnsdóttur og Odds Álasonar, sem Órækja lét drepa og fyr er getið. Þegar Þórður kakali kom að Hrafnseyri í liðsbón, að leita hefnda eftir föður sinn og bræður, þá býr Steinunn á Hrafnseyri með Hrafni syni sínum. Taka þau Þórði vel. Telur Þórður, að þau eigi um sárt að binda eftir Örlygsstaða- bardaga, því fyrir utan föður sinn og bræður hafi engir verið drepnir jafngöfugir á Örlygsstöðum, sem móður- bræður Hrafns, þeir Hrafnssynir, Sveinbjörn og Krák- ur. Gerist þá Hrafn fylgismaður Þórðar. Hann var þá 16 ára gamall. Hrafn bar nafn afa síns, Hrafns Svein- bjarnarsonar, og má sannarlega telja, að hann hafi ekki kafnað undir nafni, því hann gerðist ekki einungis höfuðskörungur ættar sinnar — Seldælaættarinnar — heldur líka höfuðskörungur íslenzkra leikmannahöfð- ingja á síðari hluta 13. aldar, og sýndi það sig bezt í því, þegar hann gerðist foringi leikmannahöfðingja í Staðamálunum, móti Staða-Árna biskupi, sem ekkert lamb þótti að leika sér við, þar sem hann líka hafði fylgi erkibiskups, og hafði Gizur jarl orðið heldur að láta undan síga í viðureign við Staða-Árna biskup. En heldur varð biskup þó að láta í minni pokann fyrir Hrafni. Þó beitti Hrafn biskup aldrei ofbeldi. Hrafn fylgdi Þórði kakala drengilega, og mun oftast hafa verið þar sem mest var mannraunin. Hann barðist með honum í Flóabardaga 1244 og Haugsnesbai'daga 1246, þar sem Brandur Kolbeinsson, eftirmaður Kol- beins unga féll. Einnig barðist hann í Þverárbardaga, og var þá hætt kominn, því sökum þess hversu víg- móður hann var, komst hann ekki á bak hesti sínum, en það vildi Hrafni til lífs að hestasveinn hans lyfti honum í söðulinn, og komst hann þannig úr klóm óvin- anna. 1 því ófriðarbáli, sem geisaði á Sturlungaöld, komst hann oft í mannraunir, en gæfan var honum jafnan svo fylgispök að hann slapp ómeiddur út úr þeim erfiðleikum. Hann mun hafa verið harðari í horn að taka og öllu meiri skörungur en nafni hans og afi — ljúfmennið Hrafn Sveinbjarnarson. Svo er að sjá, sem þeir Hrafn Oddsson og Einar Þorvaldsson Vatnsfirðingur hafi látið fjandskap og vígaferli Vatnsfirðingagoðanna og Seldælagoðanna frænda sinna sér að varnaði verða, því eftir að Hrafn Oddsson fékk Seldælingagoðorðið og gei'ðist höfðingi Vestfirðinga, varð Einar Vatnsfirðingur einn af hans tryggustu og helztu fylgismönnum. Hann veitti Hrafni hina beztu fylgd ásamt fleiri Vestfirðingum þegar Hrafn átti í deilunum við Snorra son Sturlu Þórðar- sonar lögmanns. Var það þá þegar Vestfirðingar ruku til og „settu stórskip yfir heiðar, sem varla þótti lausum mönnum fært“, eftir því, sem segir í Sturlungu. Hrafn hafði bú á Hrafnseyri, Sauðafelli og Stafholti. I Selárdal vígði Jón biskup Halldórsson kirkju 1330. Gyrðir biskup skipaði 1354, að þar skyldu vera tveir prestar og syngja hvern dag messu. Þar var Maríu- kirkja og kirkja hins heilaga Péturs postula. Selárdalsprestakall var talið eitt með betri presta- köllum landsins, og hafa þar setið ýmsir merkir prestar bæði fyrr og síðar á öldum, og sumir þeirra verið sann- kallaðir héraðshöfðingjar. Um einn þeirra, Bjarna prófast Halldórsson, son séra Halldórs Einarssonar prests í Selárdal, og konu séra Halldórs, Margrétar Hannesdóttur hirðstjóra Eggertssonar, var vísa þessi kveðin: í Selárdal vestra situr einn prestur sveigir hringa. Ég ætla’ hann sé til allra þinga, afbragð þeirra Vestfirðinga. Séra Bjarni var prestur í Selárdal frá 1582—1636. Hann var talinn með lærðustu prestum sinnar samtiðar, ör að fé, höfðingi mikill og klerkur góður. Kona séra Bjarna var Helga dóttir Einars Gíslasonar bónda í Stóru-Hvestu. Var Björn Þorleifsson ríki á Skarði forfaðir hennar. Þegar séra Bjarni var prestur að Selárdal, voru Selárdalshlíðar, sem oft eru kallaðar Kópahlíðar, svo grösugar, að gamlar sagnir herma, að þegar séra Bjarni fór ríðandi um hlíðar þessar, hafi hann sagt, að hann hafi hvergi á þeim getað fundið stein til þess að hnykkja nagla í hófnum á hesti þeim, sem hann reið. Plafa Selárdalshlíðar þá verið ólíkt grösugri en þær eru nú, enda síðan liðnar rúmlega þrjár aldir. Eftir séra Bjarna verðui' prestur í Selárdal sonur hans, séra Halldór Bjarnason, og er hann þar prestur frá 1636—1645. Hann var ógiftur. Eftir séra Halldór verður svo prestur í Selárdal séra Páll Björnsson, sá andríki ræðuskörungur og tungumálagarpur, og er hann sá af Selárdalsprestum, sem hér verður rætt sérstaklega um. Hann er áreiðan- lega af öllum þeim merkisprestum, sem haldið hafa Selárdal, fyrirferðarmestur í sögu þjóðarinnar, þó ef til vill að undanskildum séra Gísla Jónssyni, sem biskup varð í Skálholti eftir Martein Einarsson biskup, en séra Gísli var prestur í Selárdal frá 1547—1557 eða 10 ár alls. Var hann einn meðal helztu siðabóta- frömuða landsins og einn af helztu mótstöðumönnum Jóns biskups Arasonar og sona hans. Varð séra Gísli að flýja frá Selárdal undan ofsóknum Björns biskupa- sonar, sem sendur var af Jóni biskupi föður sínum, sennilega til að handtaka séra Gísla. Komst prestur á skip, og þótti fótur sinn fegnastur að komast til Danmerkur á konungsfund. Hefir hann, sem vonlegt var, ekki borið Jóni biskupi og sonum hans sérlega vel söguna við konung. Kristínu konu séra Gísla rak Björn biskupsson með engri vægð frá Selárdal með ungUm börnum, og léitaði hún þá á náðir bróður síns, í Haga á Barðaströnd, sem þar bjó. Séra Páll Björnsson er fæddur að Saurbæ á Rauða- sandi árið 1621. Foreldrar hans voru Björn sýslumaður Magnússon í Saurbæ á Rauðasandi og kona hans, Helga Arngrímsdóttir prests lærða. Björn sýslumaður var sonur Magnúsar prúða sýslumanns, þess mikla og göfuga höfðingja og konu hans Ragnheiðar Eggerts- dóttur lögmanns Hannessonar hirðstjóra. Var Magnús prúði albróðir Staðarhóls-Páls, afa Brynjólfs biskups Sveinssonar og bróður Jóns lögmanns Jónssonar, sem var einn áhrifamesti höfðingi landsins á sinni tíð. Átti Jón í miklum deilum við Guðbrand biskup, eins og alkunnugt er. Helga Arngrímsdóttir, móðir séra Páls, vai--'dóttir Arngríms lærða, frænda Guðbrandar biskups á Hólum og fyrri konu Arngríms, Sólveigar Gunnarsdóttur, sem kölluð var „kvennablómið", því hún þótti ein fríðasta kona á íslandi á sinni tíð. Var Gunnar faðir hennar ráðsmaður á Hólum í tíð Guðbrandar biskups, og var V í K I N □ U R 369
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.