Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 67
KRISTINN KRISTJÁNSSON JÁRNSMÍÐAMEISTARI Kristinn Kristjánsson er fæddur í Leirhöfn á Mel- rakkasléttu hinn 27. dag ágústmánaðar 1885. Voru foreldrar hans hjónin Kristján Þorgrímsson og Helga Sæmundsdóttir, sem um langt skeið bjuggu í Leir- höfn. Voru þau alþekkt sæmdarhjón og heimili þeirra í hvívetna fyrirmynd. Kristján var hinn mesti dugn- aðarmaður að hverju sem hann gekk, og fékkst nokkuð við smíðar. Samt mun hagleikur sá, sem snemma varð vart hjá sonum hans, meira hafa komið frá móður- ættinni. Helga var bráðgáfuð kona og mikilhæf. Vafa- laust hafa þau hjónin verið samhent með gestrisni sem annað. En sennilega mun það meira hafa verið verk Helgu, að heimilið varð um marga áratugi at- hvarf bágstaddra, og er það enn í dag. Kristján faðir Kristins andaðist meðan synir hans voru enn í bernsku. Hinir elztu, Jóhann og Kristinn voru 8—10 ára að aldri. Og sökum þess að Jóhann var mjög bókhneigður, kom það meir á Kristinn að annast bústjórnina framan af. Var þess þá enginn kostur að Kristinn gæti farið að heiman til smíðanáms. En heima fyrir var að ýmsu góð aðstaða til að nema á eigin hönd, smiðja og smíðaáhöld, nægilegt efni til að vinna úr og opt góður tími til að æfa sig. Varð Kristinn þannig að mestu sjálflærður í smíðunum, eins og margir sem lengst hafa komizt í þeirri grein. Það kom snemma í ljós, að þeir bræður í Leirhöfn voru framgjarnir og atorkumiklir. Á unga aldri byggðu þeir vandað íbúðarhús úr steinsteypu heima í Leir- höfn og var það fyrsta steinhúsið sem byggt var í N. Þingeyjarsýslu. Er húsið svo vandað, að það er enn meðal vönduðustu húsa í héraðinu. Þótt margt væri unnið og til alls vandað, sem gert var í Leirhöfn, voru járnsmíðar samt höfuðgrein Krist- ins. Hann útvegaði sér öll hin beztu áhöld til járn- smíða, sem kostur var á og efnahagur hans leyfði, t.d. má geta þess, að eitt sinn á yngri árum sínum fékk hann vitneskju um að austur á fjörðum væri til sölu rennibekkur úr hvalveiðastöð, sem var lögð niður. Leið ekki á löngu unz bekkurinn var kominn heim í smiðjuna í Leirhöfn. Er hann þar enn, fágaður og starfhæfur sem nýr væri. Höfuðáhugamál Kristins hefir ætíð verið að inn- leiða ný og betri áhöld til að vinna með, en áður þekktust. Hann hefir meðal annars fundið upp áhald til að hvetja með ljái. Má vera að sú smíði þurfi endurbóta við til þess að verða nothæf. En hugmyndin er frumleg, og er vonandi, að þessi litla vél eigi eftir að taka nægilegum endurbótum til þess að hún verði við allra hæfi. En sá hlutur frá hendi Kristins, sem bezta viður- Kristinn Kristjánsson kenningu hefir hlotið, er hin einfalda renna, sem notuð er við að leggja fiskilínur. Um hana þarf ekki að ræða hér. Hún hefir hlotið sinn dóm og hann góðan. Það var frá upphafi hugmynd Kristins, að gera fleiri endurbætur á aðferðinni við að leggja fiski- línur. Ekki hefir annað „slegið í gegn“ en rennan umrædda, enn sem komið er. En það er oft erfitt að ryðja nýjungum braut. Vel mætti vera, að margt nytsamt kæmi enn frá Kristni, ef hann hefði aðstöðu til þess að vinna í næði að endurbótam á hugmyndum sínum. Hefir alþingi okkar oft lagt meiri upphæðir í óvissu en þótt það greiddi Kristni árlega nokkurn styrk til þess að vinna að áhugamálum sínum í góðu næði. Það gæti vel borgað sig fyrir þjóðina. Kristinn í Leirhöfn er svo sérstæð persóna og „intelli- gent“ að hann mun seint gleymast þeim, sem ein- hverju sinni hafa kynnst honum. Athyglisgáfan og hugkvæmnin er með afbrigðum og skal eitt dæmi þess tilgreint hér. Um síðustu aldamót kom Stefán Einarsson í Möðru- dal heim úr utanför og hafði með sér handsnúna vél til að saxa hálm. Hugðist Stefán að nota áhald þetta til þess að gjöra melstengur nothæfar til skepnu- fóðurs. En það mun lítt hafa heppnazt, og lá vélin ónotuð áratugum saman heima í Möðrudal, unz hún komst í eigu Kristins. Sagði hann til að byrja með, að svona áhöld ættu aðeins við þar sem atvinnurek- andinn hefði ráð á ókeypis þrælavinnu. En innan skamms setti hann vélina í samband við mótor, sem hann notaði í smiðju sinni, og notaði hana til þess að saxa niður þurrkuð hrognkelsi til kúafóðurs. Síðar fékk VÍKI N GUR 355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.