Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 48
af pening’um, og fengu mér, áttu víst að vera verðlaun, fyrir að steindrepa fjórtán félaga mína. Ha, já, hvort ég hefði ekki, ekki skemmra en ég var búinn að vera til sjós, átt að geta séð andskotans duflið fram undan, stóð þarna í brúnni í bjartasta og blíðasta veðri og sté fram á fótinn og söng eins og afglapi. Og nú söng Simbi — eins og það þá var: Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fullvel meira en hálfrar aldar jól, man það fyrst, að sviptur allri sút, sat ég barn með rauðan vasaklút. Nú, svo, skal ég segja þér, neitaði ég pening- unum, en...... en sá mig um hönd, lagsmaður. Að ég hafi gefið þá nokkurri ekkjunni? Hann hristi höfuðið. — Nei, ekki aldeilis, ekki svo- leiðis peninga. En ég fór með þá suður eftir — til hennar Valgerðar. Ég sagði: Þetta eru blóð- peningar, já, það sagði ég....Hún stóð þarna kerlingin.....Nú bandaði hann frá sér og skall á bekkinn. — Feiti í hárið? spurði rakarinn. — Nei, þakka yður fyrir, sagði ég. Frá Simba á bekknum, söngur og raul — eins og verkast vildi: — Þeir sögðu við Jóa: ■— Nú sumir róa. Hann sagði: — í glóandi farið þið. Þá kom hún Gróa og greip í Jóa og greyið sló hún í andlitið. — Það er naumast hann er í esssinu sínu í dag, mælti rakarinn. — Ef hann sénerar yður, þá vísa ég honum auðvitað út. — Nei, nei, sagði ég. -— Það er eins og þér sögðuð: Hann gerir engum neitt. Rakarinn kinkaði kolli, en sagði síðan: — Bara hann slangri ekki í speglana. — 0, við höfum auga með honum, sagði ég. Simbi á bekknum: — Já, það er dagsatt, að ég sagði: Þetta eru blóðpeningar, Valgerður, þeir baneitruðustu blóðpeningar, og þeir einustu, sem ég hef inn- portað um dagana. Ég er alveg í vandræðum með þá, en ég hef aldrei verið vanur að kasta pen- ingum, og einhver hefur orðið til að hirða silf- urpeningana, sem hann Júdas kastaði, og skilzt mér þó, að þetta hafi aldrei verið yfir skitnar sextíu krónur. já, ég var alveg í vandræðum, en þá datt mér þú í hug: Þú gætir þó aldrei spillzt á að taka við þeim. Þögn. Svo hvíslaði ég að rakaranum: — Gaufið þér eitthvað við mig, meðan enginn kemur inn. — Sjálfsagt, sagði hann í flýti, en mér skild- ist, að honum mundi um og ó að hlusta á hinn meinlausa mann, sem fékk bara að sitja inni. Enn stóð Simbi gamli á fætur. Svo sagði hann með hægð: — Ég tók upp peningana og rétti henni. Og hvað haldið þið? Hún alveg hrifsaði þá til sín og stakk þeim inn á brjóstið á sér, það gerði hún. Og svo jós hún sér yfir mig: — Ætli ég ætti þá ekki hjá þér, sagði hún, — og þó meira væri, ef grant væri reiknað, bölvað úrþvættið þitt! Ætli ég muni þá ekki, orðaleppana þína, þegar ég í grandleysi bauð þér meira kaup, ef þið yrðuð kyrr, þú og stelpan: Þú sagðir: — Þó að þú, heiðurskvinnan, tækir nú upp á að gefa mykju út í mjólk, í staðinn fyrir mjólk út í mykju — eins og hingað til, þá yrði ég ekki augnablikinu lengur hér á heimilinu — og Þor- finna ekki heldur. Og hún hélt áfram: — Já, og svo raukstu með hana, ólukkans skjátuna og skækjuna, sem maður hirti upp úr skítnum, og komst okkur Geira mínum í dóm og sekt og hvað eina. En nú skalt þú sjá, að eiður sér á Valgerði, þó að hún leggi þær inn, þessar krónur, en gaman er að vita þig orðinn vitlausan, því að það ertu. Mér hefðirðu trúlega seinast fært þetta, ef þú hefðir verið með fullu viti! Simbi gamli þagnaði, hékk niður af sér. En nú var rakarinn hættur að föndra við mig og orðinn forvitinn: — Simbi minn — hvernig var það með þessa Þorfinnu ? Simbi leit mjög alvarlega á spyrjandann. Síðan, stutt, eindregið og eins og maður, sem veit sig eiga nokkuð undir sér: — Einn hárvatn — áður en ég fer út! Ég ýtti í rakarann, og harín mælti: — Klárt mál. Simbi aftur álútur, leit síðan -yfir í horn: — Þetta var vesaldarstelpa, og ég hafði stundum stungið ýmsu að henni. En þegar ég kom heim af vertíð, þá sá ég á öllu,að það átti að fela hana fyrir mér — uppi á læstu dyralofti. Ég var þrjá daga án þess að segja neitt, en svo átti ég ekki eftir að vera nema f jóra. Þá braut ég upp, karl minn. Og þarna lá þessi vesaldaraum- ingi blár og blóðugur uppi í bedda. Já, og kas- ólétt — ekki má gleyma því. Og hvað heldurðu að strákdrjólinn eldri og kerlingarforaðið hafi verið að telja hana á að gera? Stinga sér fram af Brattanesinu, þar sem straumlagið er þannig, að allt ber til hafs. Því ekki að kasta henni? Af því, maður guðs og lifandi, að ef hún gerði það sjálf, þá gátu þau svarið, að þau hefðu ekki kom- ið nærri neinu. Þeir réðust á mig, báðir bræð- urnir, og annan stakk ég í lærið, hæfilega ofar- lega, og hinn sló ég í rot, þurfti hvorki helgrímu né annað til þess. Þá kom kerlingarhelvítið með 336 V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.