Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 20
Viðbúnir að skjúta! Það voru Danir. Þeir höfðu fylg't tilraunum Roys við ísland af allmikum áhuga, og hugðust nú byggja á reynzlu hans með því að ráða til sín hvalveiðimenn er hjá honum höfðu starfað. Var stofnað félag til að reka veiðarnar. Hér sá Otto C. Hammer, sem var lífið og sálin í þess- um félagsskap. Otto Christian Hammer var fæddur 1822, son- ur vel metins foringja í danska hernum.' Hann gerðist sjómaður þegar,á unga aldri, var í för- um til Indlands, hækkaði smám saman í tign- inni, varð stýrimaður 25 ára gamall og skip- stjóri litlu síðar. Um 1850 gekk hann í þjónustu danska sjóhersins og hlaut þar foringjanafnbót. Þegar Danir lentu í styrjöldinni við Þjóðverja 1864, var Hammer fengið það verkefni að stjórna Norðursjávarflotanum danska. Þótti stjórn hans með þeim ágætum, að mjög var róm- að, jafnt af fjandmönnum sem öðrum. Þegar eftir að Danir höfðu beðið ósigur í styrjöldinni, og orðið að láta af hendi allstór landsvæði við Þjóðverja, fóru ýmsir mikilhæf- ustu menn þjóðarinnar að ráðgast um það, með hverjum hætti helzt yrði dregið úr sviðanum og sigrar unnir á öðrum ,,vígstöðvum“. í þessum hópi var 0. C. Hammer. Hann beitti sér fyrir því ,að stofnað yrði fiskveiðafélag í stórum stíl, sem ræki þorskveiðar, hákarlaveiðar og hval- veiðar við fsland. Samdi Hammer ýtarlega greinargerð fyrir þessari félagshugmynd sinni. Var þar margt fróðlegt og vel athugað, þótt sumt reyndist af helzt til mikilli bjartsýni áætl- að, og stæðist ekki dóm reynslunnar. Mörgum leizt vel á hugmyndina og hún hlaut blásandi byr í fyrstu. Það var hinn 7. október 1865 sem Hammer lagði fram tillögur sínar ákveðnar og fast mótaðar, en í nóvembermánuði var félagið stofnað. Ýmsir helztu fjármála- og stjórnmála- menn Dana gerðust meðlimir félagsins. Hlutafé þessa mikla félags var ákveðið hálf milljón ríkisdala. Hver hlutur var 100 dalir, svo að sem flestir sæju sér fært að gerast meðlimir. fslendingum var boðið að gerast hluthafar og tók Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, að sér að annast hlutaskráninguna. Ekki munu margir fslendingar hafa lagt fram hlutafé. Þess er þó getið í Þjóðólfi, öðrum til eftirdæmis, að Jón Thoroddsen, sýslumaður Borgfirðinga, hafi „rit- að sig fyrir 5 Aktíum eða 500 rd.“ Ætlun Hammers var upphaflega sú, að félagið hefði tvennar höfuðstöðvar, Hornafjörð og ön- undarfjörð. /ar nú hafizt handa um framkvæmdir. Hammer lét smíða nýtt gufuskip í Englandi. Var það allstórt, litlu minna en póstskipið Arcturus. Nefndi Iíammer það „Thomas Roys“, í höfuðið á hinum ameríska hvalveiðamanni. Smíði skips þessa var lokið vorið 1866 pg hófst útgerðin það sumar. Segir svo um þetta í Þjóð- ólfi 7. maí 1866: Hammer kapteinn hefur, að því er oss er kunnugt, fengið útmældan lóðarblett á Lang- eyri við Hafnarfjörð, tilheyrandi Garðakirkju, og ætlar hann þar að setja bræðsluhús og ef til vill önnur fleiri. f sumar ætlar hann eingöngu að gefa sig að hvalveiðum hér við land, og hefur til þess gufuskipið Thomas Roys, og nýja „segl- skonnortu", er nefnist „Skallagrímur", ásamt tveggja lesta gufubát, er nefnist „Víkingur“, og er í ráði að þessi tvö skipin haldi til hvalveiða vestur um land þegar kemur fram á sumar, og á „Víkingur“ að koma Skallagrími úr höfn og í, þegar svo ber að, að veðurstaðan meinar honum að neyta seglanna“. Pjóðólfur getur þess einnig í sama blaði, að „Thomas Roys‘ sé kominn til landsins. „Sjálfur er Hammer foringi fyrir þessu nýja skipi, en skipverjar eru 36 að tölu, þar af munu 6 vera 30B VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.