Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 2
Hvalveíöar viii Island
Ritgerð sú sem hér fer á eftir, er.stutt ágrip af sögu hvalvehða við Island. Höf-
undur ritgerðarinngr hefur nú um skeið safnað ýmsu, er þetta efni snertir, bótt fátt
litt komi fram í ritgerðinni, þar sem stikla varð á stóru. Er það ætlun höf. að semja
tók um hvah og hvalveiðar, þar sem rakin yrði nokkuð,almenn hvalveiðisaga, en þó
sérstaklega fjallað um livalveiðar við Island. Er hér með beint þeirri ósk til
allra, sem kynnu að eiga í fórum sínum myndir eða upplýsingar er þessi efni varða,
að gera Gils Guðmundssyni, ritstjóra Sjómannablaðsins Víkingur, a'ðvart.
Hvalakyn.
Hafið umhverfis ísland hefur jafnan verið
auðugt af ýmsum tegundum hvala, svo sem frá
er greint í mörgum heimildum, gömlum og nýj-
um. Víða í íslendingasögum og öðrum fornrit-
um er getið hvalreka, og ekki þarf að lesa marga
kirknamáldaga eða jarðasölubréf, til að sann-
færast um það, hvílik hlunnindi hvalrekar voru
taldir. Má raunar segja, að hvalir hafi verið ein
af meiri háttar lífsbjörgum þjóðarinnar allar
eymdaraldirnar, meðan landsmennbörðustákafri
baráttu við sult og seyru. Einkum voru það hval-
rekarnir, sem um munaði til að afla þjóðinni
fæðu. Hitt er þó vitað af fjölda heimilda, að
hvalir hafa verið veiddir hér við land allt frá
þeir verða margir veiddir“. Hvalur sá, sem Kon-
ungsskuggsjá er hér að lýsa, getur naumast ver-
ið annar en grindhvalur eða marsvín. Að vísu
hefir grindhvalur tennur, en þær eru ákaflega
smáar og fyrirferðarlitlar. Hjá gömlum livölum
eru þær slitnar upp að rótum eða dottnar úr
skolti, og getur mönnum þá hæglega sést yfir að
þær séu neinar. Hefur höfundi Konungsskugg-
sjár eða heimildarmanni hans sennilega skjöpl-
ast í þessu.
Hinar stóru hvalategundir, sem veiddar hafa
verið í íslandshöfum eða af veiðimönnum, sem
höfðu bækistöðvar á íslandi, eru að minnsta
kosti átta. Skal þeim nú stuttlega lýst, hverri
um sig.
Sandreyður.
því er byggð hófst, þótt tækin væru frumstæð
og aflinn fráleitt mikill, enda að jafnaði fáir,
sem við veiðar þessar fengust. Ýmsar tegundir
smáhvala hafa alla stund verið veiddar nokkuð,
svo sem. hnísur, höfrungar og marsvín. Kon-
ungsskuggsjá, hið merka fornrit, geymir
skemmtilega frásögn um hvali þá, sem finnast
„í íslands höfum“. Þar er meðal annars talað
um hvalveiðar á nokkrum stöðum. Eftirfarandi
lýsing er þar á hvalakyni því, sem hnýðingar
kallast: „Þessir fiskar hafa hvorki tönn né tálkn
og ekki eru þeir hættir hvorki við skip né
menn, heldur forðast þeir veiðimannafund og
verða þó iðulega reknir á land hundruðum sam-
an, og er það mikil fæðsla mönnum, þar sem
Sandreyður er einna minnst reyðarhvala;
meðallengd hennar er 12—15 metrar. Hún er
blásvört að ofan, en hvít að neðan. Sandreyður
er allvíða í norðurhöfum og allt austur til Nor-
egs og suður til Englands. Vestfirzkir hvalfang-
arar munu stundum hafa járnað kálfa þessa
reyðarhvals. Nefndu þeir hann geirreiði, og svo
er hún kölluð í Konungsskuggsjá og ritum Jóns
lærða.
Langreyður er stór hvalur, tíðast 20—22 m. á
lengd. Hún er grannvaxnari en aðrar tegundir
reyðarhvala. Liturinn er að jafnaði grásvartur
að ofan, en hvítur að neðan. Langreyður er tíð
við strendur Vestur-Evrópu, úti fyrir Noregi, í
Karáhafi, við Bjarnarey og Svalbarða, fsland,
Z9D
V í K I N G U R