Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 80

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 80
Hrafn af lífi tekinn eftir skipan Þorvaldar, en hinir tveir fóthöggnir. Eftir þetta rændi Þorvaldur bæinn á Eyri öllu lausu fé, því sem innan veggja var, vopnum, klæðum húsbúnaði og mat. Síðan tóku þeir skip, sem kirkjan átti, og báru þar á allt ránsféð og héldu síðan á brott. Þessi atburður gerðist 4. marz 1213. Sama ár eftir páska, fór Þorvaldur aðra ránsferð til Arnar- fjarðar og fór rænandi um byggðir fjarðarins. Þó sá Þorvaldur sér ekki annað fært en að leita sætta við frændur Hrafns. Var sáttafundur haldinn á Þingeyri við Dýrafjörð og skyldi friðarhöfðingi Sturlungaætt- arinnar, Þórður Sturluson gera um allar sakir. Var sú sektargerðin, að Þorvaldur skyldi fara utan sam- sumars og vera utan fimm vetur, nema því aðeins að hann færi til Róms á fund páfa og tæki lausn af hon- um. Skyldi þá útlegð hans ekki vera nema þrjá vetur. Eftir þann tíma mætti hann vitja bús síns og goðorðs, en aldrei skyldi hann fæti stíga á landssvæðið frá Vatnsfjarðará í Breiðafirði og að Stiga á Isafirði. Þá skyldi Þorvaldur missa alla þá þingmenn sína, sem hefðu verið á þessu svæði, eða innan takmarka þess. Þeir Þorvaldur urðu líka að greiða miklar fjársektir. Síðan var þeim Þorvaldi skipað að gjalda í vöru eða góðum málmi allt það, sem þeir höfðu rænt um byggðir Arnarfjarðar og víðar. Og margir af mönnum Þor- valdar, sem með honum höfðu verið að drýgja þetta fáheyrða níðingsverk, fengu útlegð eða aðra þunga dóma. Þorvaldur greiddi sektarfé þetta eins og tilskilið var, fór síðan suður til Róms og fékk aflausn páfa, kom síðan eftir 3 ár til íslands og settist að búi sínu í Vatnsfirði. Eftir aflausn páfa taldist Þorvaldur sáttur við alla menn, og fengu nú Hrafnssynir — Seldælagoðarnir — að vera í friði fyrir honum í sex ár eða til 1222. Þá fengu Jónssynir Hrafnssyni til þess að binda við sig félag um að drepa Þorvald, sem þó ekki heppnaðist í það sinn. Var þá ekki að sökum að spyrja. Þorvaldur gerði þeim Hrafnssonum aðför að Hrafnseyri, en þeir voru viðbúnir aðförinni og höfðu svo mannmargt að Þorvaldur treystist ekki á þá að ráða. Þó lofuðu Hrafns- synir því að hætta liðveizlu allri við Jónssonu. En tveim árum síðar, árið 1224, veitir Þorvaldur þeim Hrafns- sonum aftur aðför. Voru þeir þá ekki eins vel viðbúnir komu hans eins og fyrr, og flýðu þeir þá burtu frá Hrafnseyri. Þorvaldur rændi búið á Hrafnseyri og lagði fégjöld á marga fylgismenn Hrafnssona. Þorvaldur ætlaði t. d. að drepa Odd Álason mág þeirra Hrafns- sona, en hlífði honum fyrir bænastað konu Odds, Stein- unnar Hrafnsdóttur, en Oddur varð að greiða Þor- valdi stórfé, því Oddur var með í aðförinni að Þor- valdi með Hrafnssonum og Jónssonum. Eftir þetta leituðu Hrafnssynir á náðir Sturlu Sig- hvatssonar, og báðu hann aðstoðar. Lofaði Sturla þeim aðstoð sinni, en krafðist þess aftur í móti að þeir létu af höndum við hann goðorð það, er þeir réðu yfir, — Seldælagoðorð —, og gerðu Hrafnssynir það. Réð Sturla yfir goðorði þessu í 14 ár eða til 1238, er hann féll í Örlygsstaðabardaga. En frá 1224—1245 eða í 21 ár sættu Seldælagoðaþingmenn stöðugum yfirgangi af Vatnsf jarðargoðunum. Fyrst 4 ár frá 1224—1228 af Þor- valdi Vatnsfirðingi, sem brenndur var inni af Hrafns- sonum árið 1228 að Gillastöðum í Króksfirði, og síðan af sonum Þorvaldar, sem voru litlir föðurbetrungar í yfirganginum, en Sturla Sighvatsson lét drepa þá árið 1232. Síðan máttu Seldælingaþingmenn þola yfirgang af Órækju Snorrasyni, sem réði fyrir Vatnsfirðinga- goðorði eftir beiðni föður síns, vegna þess að Einar Þorvaldsson dóttursonur Snorra var of ungur til að hafa á höndum héraðsstjórn eða ráða yfir Vatnsfirð- ingagoðorðinu. Var Órækja ójafnaðar- og ránsmaður. Hann hóf aðför að Oddi Álasyni á Hrafnseyri og lét drepa hann 1241, en Oddur var settur af Sturla Sighvatssyni til þess að hafa á höndum Seldælagoðorðið. Réði Órækja fyrir Vatnsfirðingagoðorði frá 1233 til 1242, að hann fór utan með Gizuri, eftir að hann hafði gert misheppnaða tilraun til þess að hefna Snorra föður síns, vegna þess að hann lét biskupinn í Skál- holti hræða úr sér allan kjark, og slá þannig vopnið úr hendi sér. Þegar Órækja hafði með miklum mann- fjölda slegið hring um kirkjuna í Skálholti, þar sem Gizur var fámennur inni, er það auðséð að Órækja hefði átt auðvelt með að hefna föður síns. Koma þeir Þorvai'ður ríki á Möðruvöllum og Teitur Gunnlaugsson ríki í Bjarnarnesi þá manni ósjálfrátt í hug, sem ekki létu Skálholtskirkju vernda ólífismanninn Jóns Gerreks- son biskup fyrir að fá maklega hegningu. I viðureign þeirra Sturlu Sighvatssonar og Órækju um Seldæla- og Vatnsfirðingagoðorð, var það eitt sinn að menn Órækju lentu upp í Kópavík og lágu þar í tjöldum, því þeim gaf ekki að halda lengra áfram vegna storma og óveðurs. Frétti þá Sturla, sem stadd- ur var með liði sínu í Otradal, að menn Órækju væru staddir í Kópavík. Sendi hann þá menn sína út í Kópa- vík til þess að drepa menn Órækju. Komu Sturlumenn að Órækjumönnum í tjöldunum að óvörum, og felldu tjöldin ofan á þá. Féllu þar nokkrir af mönnum Órækju, en sumum var gefið líf. Farangur þann, sem Órækju- menn höfðu haft með sér, báru Sturlumenn á skip og færðu hann Sturlu. Þessi mannvíg eru þau einu, sem Sturlunga getur um að hafi farið ■ fram í Selárdals- landareign. Eftir Flóabardaga 1244 var Kolbeinn ungi svo reiður Þórði kakala og Vestfirðingum fylgismönnum hans, að hann ætlaði að láta brenna upp alla byggð Vest- fjarða, og er það stórkostlegasta illvirki, sem nokkur íslenzkur maður hefir tekið í mál að láta fremja. Sigldi hann af Húnaflóa vestur fyrir Horn í þessum tilgangi. En þessu illvirki var afstýrt af vitrari og betri mönn- um, en Kolbeinn var. Hitti Kolbeinn í þessari för Einar Þarvaldsson Vatnsfirðing og móður hans, Þórdisi Snorradóttur. Tóku þau Kolbeini vel, enda hefir Einar ekki verið á móti skapi þótt lækkaður væri rostinn í Sturlungum, sem lengi höfðu elt grátt silfur við Vatns- firðinga, og Sturla og Hrafnssynir höfðu drepið föður hans og bræður. Þágu þau af Kolbeini gjafir, og hafa þá auðvitað lofað honum fylgi sínu. En Kolbeinn fór um Vestfirði og tók eiða af þeim Vestfirðingum, sem höfðu verið fylgismenn Þórðar kakala. Hefur það auðvitað verið mannvalið úr Seldælagoðorðsþingmönn- um. Má nærri geta hvað ljúft þeim hefir verið að vinna trúnaðareiða Kolbeini, sem á harðýðgislegan og grimmd- arfullan hátt hafði nýlega látið drepa og misþyrma, frændum þeirra og vinum. Eftir að Þórður kakali, sem var að öllu samanlögðu mesti maður Sturlunga, náði yfirráðum á Vestfjörðum, fékk hann sínum trúa fylgismanni Hrafni Oddssyni umráð yfir Seldælagoðorði, og komst þá goðorðið aftur 360 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.