Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 64
Línuveiöarinn Sverrir.
ekkert síldveiðiskip fengið svo mikið magn síld-
ar á einni vertíð fram að þeim tíma.
Eftir að Sigurður hætti skipstjórn á Súlunni,
var hann með önnur síldveiðiskip, þar á meðal
Noreg, Þormóð og Bláhvalinn.
Vorið 1933 fór Sigurður til Kaupmannahafn-
ar og festi kaup á línuveiðara, 160 smálesta stór-
um. Nefndist hann Sverrir. Átti Sigurður 2/3
hluta skipsins og stjórnaði því fimm fyrstu
sumrin. Hætti hann þá að mestu leyti að fara
til sjós.
Aðalstörf Sigurðar að vetrinum hafa um
langt skeið verið tvíþætt: Herpinótaviðgerðir og
kennsla í sjómannafræði. Hefur hann kennt nær
því á hverjum vetri frá því er hann lauk prófi
við Stýrimannaskólann. Ýmist hefur það verið
undirbúningstilsögn í frumatriðum fyrir þá,
sem ætluðu í Stýrimannaskólann, eða fræðsla
undir hið minna fiskimannapróf á Akureyri.
Þegar Sigurður hætti kennslustörfum við
smáskipanámskeið árið 1937, hafði hann kennt
hundrað manns, er próf höfðu tekið.
Sigurður var einn af stofnendum Skipstjóra-
félags Norðlendinga, er stofnað var 1918. Hefur
hann lengst af verið í stjórn þess, og var gerð-
ur heiðursfélagi á 25 ára afmæli félagsins.
Sonur Sigurðar, er Kristján heitir, hefur fet-
að í fótspor föður síns. Hann hefur undanfarin
ár ýmist verið stýrimaður eða skipstjóri á afla-
skipinu Narfa frá Hrísey.
Sigurður átti árum saman sæti í sjódómi Ak-
ureyrarbæjar, og hefur gegnt fleiri trúnaðar-
störfum.
Sigurður hefur ritað nokkrar endurminningar
sínar frá bernsku- og sjómannsárunum. Birtast
þær í síðara bindi ritsins Skútuöldin, sem út
kemur um þessar mundir.
Um leið og Sjómannablaðið Víkingur flytur
lesendum sínum mynd af Sigurði Sumarliðasyni,
ásamt þessum fáu orðum um ævistarf hans, vill
blaðið ekki láta hjá líða að þakka Sigurði frá-
bæra frammistöðu hans í útsölumannsstarfinu
og sívakandi umhyggju fyrir viðgangi blaðsins.
Það eru menn eins og Sigurður Sumarliðason,
sem reynast máttarstoðir og haldreipi hverra
þeirra samtaka, er þeir veita liðsinni sitt og
stuðning.
G. G.
Ör Grímseyjartýsingu
Séra Jón Norðmann skýrir svo frá fiskveiðum Gríms-
eyinga í Grimseyjarlýsin>íU sinni:
Þorskur aflast venjule>;a frá ki'ossmessu til jóla or'
stundum allan veturinn, sömuleiðis heilaRfiski, en ýsa
er sjaldgæf. Hrognkelsaveiði heppnast vel. Hákarls-
afli er fremur lítili og ei hefur selveiði heppnast þó
reynd hafi verið.
Illhveli ónáða oft fiskimenn og eru þessi nafngreind:
stórihnúður, litlihnúður, háhyrna, háhyrningur, slam-
bakur (er sumir kalla sverðfisk), faxi (þ.e. rauðkemb-
ingur). Nauthveli kvað stundum svo hafa drunið, að
eyjan öll nötraði. Menn halda að hvalur, sem sézt hefur,
hvítur með svartri rönd, eins og elding fljótur, muni
vera náhveli. Sézt hefur einnig mjaldur og stökkull.
352
V í K I N □ U R