Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 73
réttarlandanna. Verum því eigi hugdeigir, en höldum óhikað á rétti vorum. Slík eru dæmi stærri þjóða. Ameríka mun nú helga sér land- grunnið við Ameríku, meðal annars vegna þess, að sagt er að þar sé mikil olía í jörðu á hafs- botni. Kvartað er um að eigi sé hægt að gera út á fiskveiðar sökum dýrtíðar og verðfalls á erlend- um markaði, og svo brugðust síldveiðarnar að verulegu leyti síðastliðið sumar; rétt er það, en ekki er ástæða til að láta sem öll sund séu lok- uð, þótt markaður bregðist nokkuð í Bretlandi, við því mátti búast, von er að Bretar hugsi um sig. En allt meginland álfunnar fer að opnast, ef þjóðirnar vilja ekki hver annarar dauða, margar þeirra svelta nú heilu hungri. Er óskilj- anleg sú tegund mannúðar, sem í því felst, að viðhalda slíku. þegar fslendingar og aðrar fisk- veiðabióðir bíða eftir tækifæri og leyfi til þess að færa þeim mikinn og góðan mat. Miklar síldveiðar munu verða næstu ár, bað er spá gamalla og revndra síldveiðimanna. Þær munu og verða mikið stundaðar hér við land af erlendum skinum. Máske verður að sækja meira á diúpmiðin en gjört hefir verið. væri því athugandi hvort ekki væri rétt að hafa nokkur svonefnd móðurskip til taks, til þess að flvtja veiði smáskipanna og þeirra gangtregari til lands í verksmiðjurnar, meðan sú hrotan stæði. Verksmiðjur þær er við byggjum framvegis til síldarbræðslu, mega ekki vera eins dýrar og þær er við höfum byggt til þessa. Þær ættu ekki að vera úr steinsteypu, en stálgrindur með báru- járnsklæði eða aspest, þannig, að flytja mætti mestan hluta þeirra úr stað milli landshluta, eft- ir því hvernig síldin hagaði sér við landið, ef hún t. d. færi að verða meira við austurlandið nú á næstu árum. Heillaráð væri að byggja eina slíka nú þegar við Reyðarfjörð. Sagt er að Norðmenn noti mjög þá aðferð að flytja verksmiðjurnar eftir síldinni og eru þeir mikil síldveiðiþjóð. Hvað á þá að gjöra frekar til þess að gjöra mönnum kleyft að stunda útgerð á fslandi, þar eð það er talið mjög hæpið með þeirri dýrtíð sem nú er, en það mun nú mestmegnis vera miðað við hinn brezka markað. Við vitum, að sjávarútvegur er líftaug þjóð- arinnar, við vitum einnig að hann verður að bera sig ef vel á að vera. Það sem þarf að gjöra, er að selja sjávarafurðir næsta árs sem mest fyrirfram, helzt allt: Þá þarf að festa vísitöl- una og allt verðlag í hlutfalli við hana í land- inu á sama degi. Til þess að það sé nokkurnveginn öruggt, að útgerðin geti borið sig með því verði, sem nú er á erlendum markaði, sem vissulega gæti þó hækkað ennþá, og gjörir það sennilega fyrir síld- arafurðir, þá væri hyggilegt að lækka vísitöluna í einu í 260 stig og verðlag allt að sama skapi, að undangenginni rannsókn á núverandi verð- lagi á öllum vörum. Bezt er að gjöra þetta nú þegar, til þess að skapa öryggi og festu. Mætti láta þar staðar numið næsta ár þar til séð væri með vissu hve góð áhrif slíkar aðgerðir hafa. Þetta mun að vísu draga nokkuð úr gróða ým- issa manna, sem þegar hafa fengið sinn skerf, en þegar heill og framtíð þjóðarinnar er í húfi, þá verða hinir fáu að sætta sig við þótt dálítið gefi á bátinn. Við erlendum verðsveiflum má alltaf búast og vissulega munu þá koma ráð við þeim er þess gerist þörf. Það er kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd, að nú þarf að drepa við fæti. Því það er ekki eins og loftið hafi verið heiðskýrt í dýrtíðarmálunum að undanförnu, heldur einmitt mjög bólstrað. Það væri því ekki eins og hellidemba úr heið- skíru lofti, ef horfið yrði að þessu ráði, heldur einmitt eins og sólargeisli, sem brýst gegnum langvarandi dýrtíðarharmagrát. Ásg. Svava og Svanhvít Fyrir síðustu jól gaf fsafoldarprentsmiðja ís- lenzkym ljóðvinum kost á að heilsa gömlum kunningja. Ljóðasafnið Snót kom út í nýrri og myndarlegri útgáfu. Nú heldur prnetsmiðjan áfram á sömu braut, sendir frá sér tvö gömul og vinsæl ljóðasöfn í sama búningi og Snót. Svava kom fyrst út árið 1860. Hún flutti, sem kunnugt er, ljóð þriggja góðskálda, Benedikts Gröndals, Gísla Brynjólfssonar og Steingríms Thorsteinssonar.Hefir hún ekki verið gefin út síðan. Svanhvít, hið vinsæla þýðingasafn snill- inganna Steingríms og Matthíasar kom upp- haflega út árið 1877, en önnur útgáfa 1913. Er þetta því þriðja prentun. Svanhvít hefur að geyma margar snilldarþýðingar. Má þar t. d. nema hina ódauðlegu þýðingu Steingríms á Kaf- aranum eftir Schiller og þýðingum Matthíasar á hetjuljóðum Runebergs hins finnska. Hin nýjaútgáfafsafoldarprentsmiðjuermynd- arleg og vönduð. Snæbjörn Jónsson hefur ann- azt útgáfuna og ritar langa formála að báðum bókunum. V í K I N G U R 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.