Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 15
stallbróðir, var og fyrir utan stuld og stráks- skap, svo og hans skipsfólk ; þó voru á hans bát öðrum tveir strákar óbilgjarnir, sem tekið skyldu hafa á sinni reisu í Steingrímsfjörð einn sauð eða sokka, þar þeir þóttust óvini fyrir eiga, sem stóðu þeim á móti í Eyja upphlaupi, er í vor skeði, er þeim var sú ýfing gerð, nýkomn- um 'af hafi, nauðstaddir af matarleysi fyrir haf- ísnum, þar á þeim tveim bátum, þar eftir lágu, en duggur þeirra norður allt í hafi, 15 vikur sjávar á burt. Þar skildi sig þeirra sigling; héldu hin skipin öll heim síðan til Moscoviam. En þeg- ar ísar fóru frá, lögðu þessi þrjú áðurgreindu skip til hafna, sem fyrr var sagt. Þeir íslenzkir menn, sem þá voru saman komnir á Eyjum og í Höfnum, lágu einnig fyrir hafísteppu, hugð- ust alleinasta til frægðar sér strádrepa þá 13 spanska, en voru 30 fyrir, en sem bardagi tókst, flúðu íslenzkir á f jall, en nokkrir fengu skemmd- ir. Fyrir þessa ýfing höfðu þeir spönsku jafnan í allt sumar 11 vökumenn á hverju skipi ogsendu aldrei lengra frá sér sína báta alla, en sjá mátti heirn til skipa eða skothljóð heyra....“ Hvalskurður á hafi úti. Þessi frásögn Jóns lærða er athyglisverð um margt. Ýmsir hafa haldið því fram, að Jón sé hlutdrægur í frásögn sinni, dragi um of taum Spánverja, en halli á íslendinga. Nokkuð virð- ist vera til í þessu, en þó ekki svo mikið sem Jón Espólín og ýmsir fræðimenn og sagnaritar- ar eftir hann hafa viljað vera láta. Jón hefur séð liversu hróplegt ranglæti það var að láta ófrómleika og miður gott framferði fáeinna van- metagripa bitna á öllum hvalveiðimönnum. Hon- um hefur einnig blöskrað það, að fjölmargir skipbrotsmenn skyldu vera höggnir niður fyrir fremur óverulegar sakir. Af þessum ástæðum hefur hann ef til vill fremur mildað og fegrað málstað þeirra. Það skiptir þó engu máli gagn- vart því atriði, sem hér ræðir um, hvað vitað verður af frásögn Jóns um hvalveiðar Spánverja hér og vinnubrögð öll. Það er eflaust hárrétt, enda ástæðulaust að greina í því efni frá öðru en staðreyndum einum. Hvers verður maður þá vísari um hvalveiðar þessai’? Á það skal nú bent í örstuttu máli. Spánverjar hafa komið hingað á stórum skipum, sem tekið gátu mikið af hvallýsi og öðr- um hvalafurðum. Við veiðarnar hafa þeir not- að litla báta, og hafa sennilega allmargir bátar (fjórir eða fleiri) tilheyrt hverju skipi. Hvalur- inn var skutlaður með handskutli, og hefur verið allt eins algengt að missa skutlaðan hval með öllu, eins og að ná honum. Allmikið virðist hafa verið hér um hval, og þurftu Spánverjar engan veginn að kvarta um lélega veiði. Spánverjar hafa selt íslendingum við gjafverði hvalafurðir, sundfæri, þvesti og rengi. Tóku þeir aðeins 20 álnir fyrir hundraðsvirði, en seldu oft og einatt heila bátsfai-ma fyrir lítilræði, smérsköku eða vettlinga. — Svo er sagt, að Spánverjar þeir, sem undan komust, hafi hótað því að hefna grimmilega fé- laga sinna, og koma jafnvel með her manns til íslands, að launa Vestfirðingum lambið grá Úr þessu varð þó aldrei neitt. Vegna atburðanna árið áður voru hvorki meira né minna en tvö herskip við ísland sumai’ið 1616, sem virðast sérstaklega hafa verið send þangað til að hefta veiðar og kaupskap Spánverja. Er svo að sjá, sem tekizt hafi á skömmum tíma að flæma öll spönsk hvalveiðiskip burt frá landinu, og víst mun það vera, að aldrei höfðu þeir hér fastar bækistöðvar eftir þetta. Þegar hér er komið sögu, fór nú líka mjög að halla undan fæti fyrir þessum atvinnuvegi Baskanna, og aðrar þjóðir, Hollendingar og Bretar, tóku forystu alla um hvalveiðar. Hvalveiðar Hollendinga og Breta á 17. og 18. öld. Sextánda öldin var mikill byltingatími í heimi farmennsku og fiskiveiða. Sjóleiðin til Indlands var nýfundin, Ameríka sömuleiðis. Smám sam- an tóku menn að gera sér nokkra grein fyrir stærð og lögun jarðar. Nýir möguleikar í verzl- VÍKINGUR 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.