Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 56
Yrði það langt mál, ef telja ætti alla þá hina mörgu, sem ég kynntist á þessum sjómennsku- árum mínum í átthögunum eystra, en ég minn- ist þeirra allra með hlýjum huga, t. d. hinna mörgu Reyðfirðinga (úr innfirðinum. svo som Búðareyri) og Eskfirðinga, er stunduðu sjó frá Litlu-Breiðuvík sumar eftir sumar, en á þeim ár- um var þar fjölsótt verstöð, oft 15—20 báts- hafnir. og því f jörugt líf og litbrigðaríkt á þeim tíma ársins. Var þar heldur en ekki ósjaldan „handagangur í öskjunni", og mikið kapp í sjó- sókninni, því að flestir voru sjómennirnir ungir menn og framgjarnir, sem ekk'^vildu láta í minni pokann fyrir neinum. Var það algengt, að eigi var fyrr ýtt úr vör, en kappróður var hafinn, orðalaust að vísu, og ekki linnt á sprettinum þangað til komið var út á mið, því að allir vildu að sjálfsögðu verða fyrstir í botn með línur sín- ar, en svo nefndum við jafnan „lóðir“ þar eystra. Já, margra hraustra og mætra drengja, sem gott var að kynnast og eiga að félögum, minn- ist ég frá þeim árum. Með klökkum huga minn- ist ég sérstaklega þeirra æskuvina og ágætu félaga, sem nú hvíla í votri sæng sævarins, hafa þannig, eins og svo margir stéttarbræður þeirra fyrr og síðar, hraustlega fórnað því allra dýr- mætasta. lífinu sjálfu, fyrir að sækja björg og þióðarauð í greipar Ægis, sem bæði er stórgjöf- ull, en heimtaf líka sitt gjald í mannslífum, trega og tárum. Blessuð sé minning þeirra allra, sem sókndjarfir gistu sali lians! Ég á því bæði hlýjar og ljúfsárar minningar fi'á sjómennskuárum mínum. minningar um sól- skinsdaga, þegar allt lék í lyndi, og um húm- þunga daga og dapra, þegar á móti blés. Ég bekki af eigin reynd sigurgleðina yfir því að koma með hlaðinn bát að landi eftii' hanpasæla ferð, í þægum byr, ég þekki líka vonbrigðin. sem fvlgdu því að þeytast um allan sjó og vei’ða vart fiskjar var, og koma svo heim með galtóm- an bát í fararlok; einnig veit ég ég hvað það var að taka langan og þungan barning í land, svo að oft vissi maður eigi, hvort undan rak eða áfram miðaði. En þegar ég horfi yfir farinn veg þess- ara ára, þá verða hlýja minningarnar, sólskins- dagamir, miklu ríkari í huganum, og er ég ein- lægíega þakklátur fyrir þá lífsreynslu og þann þroska, sem þessi ár veittu mér, að ógleymdum góðum kynnum við hina mörgu samstarfsmenn og félaga frá þeim árum, eins og fvrr er vik- ið að. Að vísu sótti ég aldrei sjó að vetrarlagi, og get því eigi að neinu leyti tileinkað mér hin markvissu orð Jakobs skálds Thorarensen úr hinu stórbrotna kvæði hans: „í hákarlalegum": Hörkufrostin og hrannalaugar hömruðu í skapið dýran móð. Hitt veit ég, að sjósóknin, með þeim kröfum, sem hún gerði til okkar ungra manna á þeim árum —- og hún var ekki alltaf neinn barnaleik- ur — efldi mér eigi aðeins þrótt í armi, heldur einnig framsóknarhug og þrautseigju að settu marki, og glæddi ábyrgðartilfinningu mína. ekki sízt eftir að ég gerðist formaður. Hún varð mér þessvegna um margt nytsamur skóli fyrir lífið, og hafa vafalaust margir sömu sögu að segja. Svo munu ýmsir mæla, að sjómenn séu tíðum hrjúfir á ytra borði, enda er lífi þeirra og starfi þannig háttað. að þeir Iiafa hvorki skap né tíma til að dvelja langvistum á snyrtingarstofum. Hitt er þá einnig mála sannast, að þunn er sú harða og hrufótta skurn, sem virðist þekia ytra borð þeirra, grunnt á næmum tilfinningum, hinu heita hjarta, „sem undir slær“. Þeim einkennum sjómanna, sem skapast hafa í návíginu við storma og stórsjóa, reyndi ég eitt sinn að lýsa, þó af fátæklegum efnum væri, í eftirfarandi vís- um, er ég nefndi „Sæfarinn“, og læt þær fljóta hér með: Höndin er siggborin, hörð sem stál, og hrufótt sem gömul eik, barin af snævi og styrkt á rót við storminn í hrikaleik. Andlitið hrukkótt sem bergsins brá, og brunnið við sólarglóð, mótað í hættum og harðri raun við hrannir og stormaflóð. En þegar hann mælir við soninn sinn, á svipinn hans ljóma slær, og Ijúfastan heyri ég lindanið, — í lofti er sumarblær. Vegna margþættra tengsla minna við sjó- menn og sjómennsku á yngri áruni á æskustöðv- um mínum, lék mér að vonum hugur á að end- urnýja þau kynni.að einhverju leyti á ferð minni heim til ættjarðarinnar fyrir tveim árum síðan. Eigi gafst mér þó kostur á því að fara í sjóferð á görtul mið frá Litlu-Breiðuvík, og liefði þó t. d. verið gaman að heilsa upp á Skrúð og Seley, og vita hvort „sá guli“ væri eigi heima á þeim slóðum, en til þess varð eigi svigrúm, því að ég var á opinberri ferð og bundinn við áætlun, sem eigi varð breytt, ætti ég að koma á alla þá staði, sem óskað var eftir, að ég heimsækti. En úr þessu rættist þó með öðrum hætti og einkar á- nægjulega fyrir mig og eftirminnilega. Fyrir ágæta fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar, sem allt gerði til þess að greiða götu mína, og þá sérstaklega f.yrir drengilegan atbeina góðvinar míns, Vilhjálms Þór utanríkis- 344 V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.