Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 10
hættulegastur, mæddi hann mest og gerði hon-
um örðugast að leggjast í djúpkafið.
Hvalurinn tók ákaft viðbragð þegar járnið
hljóp í hann. Venjulega losnaði þá ráin frá járn-
inu og féll í sjóinn. Svo mikil voru oft umbrot
hvalsins og buslugangur þegar hann kenndi
j árnsins, að stórhættulegt gat verið fyrir bátinn,
og þurfti mikla aðgát ef forðast átti slys Nokk-
uð var það misjafnt, hvað járnaður hvalur lifði
lengi. Oftast dó hvalurinn eftir 2Vo-—3 sólar-
hringa, frá því er hann var járnaður, en fyrir
kom að livalir lifðu lengur. Aðeins einn hvalur,
sem Ásgeir Jónsson á Hrafnseyri járnaði, flaut
þegar við kastið, og var dauður eftir eina
klukkustund. Hann komst aldrei niður. Þegar
tekið var að skera þennan hval, kom það í ljós,
að skutuljárnið hafði farið á milli hryggjarliða
og oddurinn staðið í mænu.
Þegar hvalkálfur hafði verið járnaður, þurfti
að hafa glöggt auga með því, hvað af honum
yrði. Oftast var það auðvelt fyrst framan af, því
að mæðurnar fylgdu kálfum sínum eftir. Þegar
hinn skotni hvalur fór að dasast að mun, svo að
nálgaðist dauða, hættu hafreyðar og langeyðar
að fylgja honum eftir og yfirgáfu hann, en horn-
fiskreyðarnar fylgdu afkvæmum sínum dánum.
Mátti sjá þær elta bátana, sem réru dauðan lival-
kálfinn til lands, og fóru þá oft með miklum
bægslagangi.
IJinir járnuðu og dauðu hvalir voru rónir upp
þar sem góð var fjara og aðdýpi. iÆkur eða á
þurfti að vera við hendina. Komu þá allir
hreppsbúar, sem verkfærir voru, til að skera
hvalinn. Hvalajárnið var strax skorið úr. Síðan
hófst starfið við skurðinn. Spikið var látið sér
og rengið sér. Mörinn var látinn í hreina báta.
Þegar búið var að skera, var spik og rengi veg-
ið. Síðan var hvalskrokknum deilt niður á nef
hvert í öllum hreppnum. Kjötinu og undanflátt-
unni var skipt í köst og hluti en mörinn mældur
í ílátum og deilt niður á sama hátt.
Áður en tekið var að skipta aflanum niður á
hreppsbúa, var skotmannshluturinn tekinn frá.
Hann var hnefaalin á þrjá vegu út frá blásturs-
holunni og allt inn í bein, jafnstórt stykki út frá
gotunni, og loks spoi'ðblakan. Undirræðarar
fengu aukalega 100 pund af spiki og var það
kallaður gjafabiti. Það var ekki nein smáræðis
björg í bú, þegar hlaðnir sexæringar komu heim
með þennan afla.
Áégeir Jónsson fékk á land i Auðkúluhreppi
32 hvali. Stærsti hvalurinn var 36 álnir. á lengd,
en 14 álnir hinn minnsti. Auk þess fékk hann
fjóra hvali á land norður við fsafjarðardjúp;
höfðu þeir farið úr Arnarfii-ði eftir að Ásgeir
járnaði þá, en rekið á land við Djúpið. Úr þeim
hvölum fékk hann sinn lögákveðna skotmanns-
iilut, samkvæmt hinum gömlu Jónsbókarlögum.
Páll Símonarson frá Dynjandi, bóndi í Stapadal,
var alltaf með Ásgeiri við hvalveiðarnar, og
skiptu þeir skotmannshlutnum jafnt á milli sín.
Einn hval járnaði Ásgeir Jónsson enn, sem
norskur fiskikútter fann fyrir utan Kópanes.
Fór kútterinn með fund sinn inn á Patreksfjörð
og seldi Markúsi kaupmanni Snæbjörnssynihval-
inn. Þetta var hrafnreyður, 32 álnir á lengd.
Var ég með föður mínum er hann járnaði þenn-
an hval. Urðum við að yfirgefa hann nær dauð-
an fyrir utan Kópanesið, vegna þess að aftaka-
veður skall á, ■— Ásgeir fékk sinn lögákveðna
skotmannslilut úr þessum hval.
Matthías Ásgeirsson í Baulhúsum, bróðir
minn, fékk þrjá hvali á land í Auðkúluhreppi,
og var farið með skipti á þeim að öllu levti eins
og áður segir. Tvo hvali járnaði Matthías, sem
fundust fyrir utan fjörðinn, og fékk hann skot-
mannshlut úr þeim. Síðasta hvalinn, sem veidd-
ur hefur verið hér við land með þessum hætti,
járnaði Matthías bróðir minn haustið 1894.
Hvalkýr þær, sem Arnfirðingar áttu þessi
sérkennilegu .,skipti“ við, komu inn á fjörð-
inn með kálfa sína ár eftir ár. Þeim voru
jafnvel gefin sérstök nöfn, og þekktust
þær á vissum einkennum. IJornfiskreyðar
tvær, „Skeifa“ og „Halla“, komu lengi áfjörðinn.
Þær sporðstungu, sem kallað var, réttu sporðinn
beint upp þegar þær stungu sér í djúpkafið.
„Skeifa“ þekktist á sporðinum og dró nafn af
honum, voru sporðblökurnar meira vaxnar inn
á við en á öðrum hvölum. „Halla“ var með hægri
sporðblökuna styttri en þá vinstri ,og dró þar af
nafnið. Hoi-nfiskreyðar eru mjög feitlagið hvala-
kyn, gráleitt á kviðnum. Hvalkálfarnir undan
þessum reyðum voru 18—20 álnir, að undan-
skvldum þessum eina, sem var 14 álnir og áður
er getið.
„Króka“ var langreyður með hátt horn, krók-
bogið. Þetta hvalak.yn er mjórra og lengra, með
þynnra spiki, alhvítt á kviðnum. Kálfar undan
„Króku“ voru 22—27 álna langir.
„Vylpa“ var stór hafreyður. Hún hafði hvíta
skellu í síðuna hægra megin, rétt við homið,
og var þar laut ofan í síðuna. Sat sjúpollur þar
i, þegar hún dró sig upp úr sjónum. — Þetta
er mjög feitt hvalakyn, gráleitt á kvið. Undan
„Vylpu“ var hvalkálfurinn, sem við urðum að
yfirgefa í vondu veðri utan við Kópanesið. Var
hann þá nærri dauður, svo sem fyrr er sagt,
og þótti okkur súrt í broti að missa hans þar.
Vorum við alla nóttina að komast til Stapadals.
Eftir að Norðmenn fóru að skjóta hvali hér
við land, fækkaði þeim óðum, enda höfðu þeir
fyrstu árin leyfi til að veiða þá inni á fjörðum.
Amlie, hvalveiðimaður á Langeyri í Álftafirði,
skaut „Skeifu“ gömlu áArnarfirði,framafÁlfta-
mýri. Hafði hún þá komið kálflaus í fjörðinn
29B
VÍKINGUR