Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 7
Skotinn hvalnr æöir áfram með hvalabátinn í togi. og það var einnig kallað. Því miður eru ekki til neinar gamlar lýsingar á því, hvernig veiðin fór fram, né hverskonar útbúnaður var við hana hafður. Líklegt má telja, að ekki hafi orðið veru- legar breytingar á veiðiaðferðinni öldum saman, og hefur því lýsing Eggerts ólafssonar á hval- veiðum, eins og þær höfðu tíðkazt hér á landi, allmikið gildi, og á í höfuðatriðum við fornöld- ina líka. Lýsing Eggerts er á þessa leið: „Það kemur að vísu fyrir að steyireyðar séu skutlaðar á Vestfjörðum, því að þar skutla menn þær endrum og eins og aðra smærri hvalfiska, sem ætir eru. En veiðitækin eru ófullkomin og mjög undir hælinn lagt, hvort veiðin gefur nokk- uð í aðra hönd, því að oftast flýja hinir særðu fiskar aftur til hafs og koma annaðhvort alls ekki aftur eða þeir koma ekki fyrr en þeir eru grónir sára sinna, en eru þá ljónstyggir og fæl- ast menn. íslendingar sækjast aðeins eftir törf- unum og kálfunum, en veiða kýrnar aldrei, en þær halda sig alltaf á sömu slóðum, þar sem tarfarnir leita þær uppi. Ef kýrnar væru of- sóttar, mundu þær flýja og engra hvala verða þar vart meira. Fyrr á tímum, meðan enn var dugur og geta í landsmönnum, voru það tiltekn- ir menn, sem stunduðu hvalveiðar. Þeir smíðuðu sér stóra og sterka báta og lögðu saman tveir eða þrír til að veiða hvalinn. Hann var skutlað- ur með skutli, er tveir agnúar voru á, og var sterk taug fest við hann. Framan á bátana bundu menn stóra hrísbagga, svo að það yrði sem erfiðast fyrir livalinn að draga þá á eftir sér. Þótt véiðiaðferð þessi væri hættuleg, þá gaf hún góðan arð, því að það brást sjaldan, að hvalurinn næðist. Menn réðust aldrei að honum annars staðar en inni á fjörðum, en samtímis reru menn á smábátum, hlöðnum grjóti, fram á fjörðinn fyrir utan hann. Þegar hvalurinn leitaði undankomu, fældu þeir hann aftur inn á fjörðinn með áköfu grjótkasti, því að allir hval- ir óttast grjótkast, að því er menn halda vegna þess, að hann óttist, að steinn kunni að lenda í blástursholinu. Þegar hvalurinn var orðinn svo þreyttur, að unnt var að komast að honum, var hann stunginn með lagvopnum, og blæddi hon- um þá brátt út“. Á öðrum stað, þar sem Eggert Ólafsson talar um steypireyði og lýsir henni, kemst hann svo að orði: „Hún er allalgeng við ísland, og rekur liana stundum, eða hún er skutluð af djörfum sjó- sóknurum vestanlands, þegar hún kemur inn á firðina. Heppnin ein ræður því þó, hvort skutl- arinn fær hvalinn síðar, þegar honum annað- hvort er blætt út eða hann fær blóðeitrun út frá járninu, sem í honum stendur, sem verður honum að fjörtjóni". Heimildir bera það með sér, að hvalveiðar með þessum hætti voru nær eingöngu stundað- ar af Vestfii'ðingum, einkum á ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði. Hvalveiðimenn merktu skutla sína og létu þinglýsa merkjunum. Var það gert samkvæmt lögum, og eru ákvæði um það í Jóns- bók. Hér koma tvær skutulslýsingar frá 17 öld, sem báðar voru lesnar upp á alþingi og geymdar eru í alþingisbókum: VÍKI N □ U R 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.