Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 14
land anno 1615“, geymir ýmsar mjög athyglis- verðar upplýsingar um það, hvernig Spánverjar höguðu sér við hvalveiðarnar. Vegna þess iive ritgerð Jóns lærða er ýtarleg, verður hún ekki tekin hér upp nema að litlu leyti. En veigamest- ur og notadrýgstur fyrir hvalveiðasöguna er upphafskaflinn, og fer hann hér á eftir. Jón lærði segir svo frá: „Það bar til á þeim dögum, þá datum skrifað- ist 1615, að 16 hafskip af spönskum og frönsk- um komu fyrir Hornstrandir, en 3 af öllum þeim lögðu til hafna nær miðju sumri, því hafís mein- aði þeim allt þangað til. Þeir voru útbúnir og sendir alleinasta fyrir hvalveiði, eftir venju, og sem höfðu hér tvö ár áður samfleytt komið fyr- ir lýsisafla. Fyrst komu tvö samlagsskip Þar voru fyrir þessir kapteinar: Pedro de Argvirre og Stephan de Tellaria. Nokkrum dögum síðar lagði inn það stærsta skipið. Þar hét kapteinn Marteinn de Villa Franca eða Marteinn Frakka- borg. Þessir allir lögðust fyrst á þeim firði á sömu höfn, sem heitir Reykjafjörður, er áður kallaðist Skrímslafjörður, sem næstur er Tré- kyllisvík í Strandasýslu og liggur iiingað frá til suðausturs. — Marteinn var þeirra mektugastur og mest gögn og lið lagði hann til veiðarinnar; en þó lögðu þeir samlag á sínum lýsisafla, svo að þar sem Péturs skip hafði tvær lýsispípur sem og Síephans aðrar tvær, þá hafði Martinus þar á móti þrjár. Marteinn hafði stýrimann franskan, sem Pétur pilote hét, mætur maður í mörgu lagi......Kapteinn Marteinn var jafnan á bátum sjálfur til hvalveiði, en Pétur pilote sá um allt heima, sem hann væri sjálfur kapt- einn, og skrifaði jafnan allan reikning. Luys hét einn spanskur maður á skipi Péturs, og var bræðrungur Péturs Argvirre, mjög ríkur maður og kunni vel latínu. Þessi Luys og þeir frændur stóðu jafnan fyrir öllum kaupum hvala, sund- færa þvestis og rengis, eða hverju, sem verzlað var. Asencis hét einn hinn bezti hvalbátsmaður með þeim frændum Pétri og Luys; hann veiddi þrjá rengisfiska, unga hvali, fólkinu til gagns og seldi með vægu verði, svo að oft tóku þeir ei meir en 20 álnir fvrir hundraðsvirði af þess- um rengishvölum, svo að af þvílíkri þeirra gagn- semi lifir hér nú fátækt fólk og viðhelzt á þess- um harðindavetri (1614—1615). Ei vissum vér þessa menn ræna hér né reifa á þessu sumri til neinna riða, einkum á þessum tveim skipum; þeir aðrir tveir Martinus bátar, sem hann sjálf- ur ekki fylgdi, voru þó gagnmestir og óttalegir, og á nokkrum bæjum tóku þeir sauði þar sem þeir fengu ekki til kaups, sem og margir af þeim gera, eða að menn veröa að gera þeim úr- lausn, svo sem á mjólk, smjöi-sköku eða vettling- um. Nú veiddu þeir fyrir sjálfa sig 11 stóra hvali, en svo tókst til, að þeir járnuðu og misstu aðra 11, og var jafnan þvesti til reiðu, hverjum sem vildi. En það mislíkaði þeim stórum, ef menn forsmáðu að koma til þvestskurðar, áður en þau spilltust, því fáir voru héraðsmenn, og þar með félausir eftir svoddan felli, en þessir spanskir vildu heldur nokkuð hafa en alls ekk- ert, og ekki væri utan ein smjörskaka lítil, einir vettlingar, leggjabönd, hundur eða köttur. Fyr- ir sérhvert þetta fékk maður þvesti upp á sinn hest eða bát, hvort sem hann hafði. Sumir þorðu ekki til þeirra að fara, vegna bréfa og skipana yfirvaldsins, Ara Magnússonai', hvers bréf enn- þá til sýnis eru; sumir forðuðust það ekki. En hver þar hafði einn sauð til sölu, nokkuð meira af einu eða öðru, mátti stóran ávinning hafa, sem sönn raun bar vitni. Aldrei neinu sinni á þessu sumi'i kom ég á þeirra skip utan það minnsta, sem var það áð- urnefnda Péturs Argvirre, hvern allir máttu prísa, og svo var hans skipsfólk meinlítið, Hann hafði og annan franskan pilote, Andreas að nafni, líka fínan mann. Stefán kapteinn, hans 302 VÍKIN □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.