Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 16
Mvernig ýsan hrygnir eftir A. D. Hankins, C. J. Chapmann og D. J. Symonds. Þekking manna á hegðun ýs- unnar við hrygningu hefur fram til þessa verið af skornum skammti, þrátt fyrir mikilvægi fisktegundarinnar. Með athugunum á útbreiðslu og fjölda kynþroska fisks ásamt víðáttu svifsins í sjónum hefur tekizt að fá vitneskju um hrygn- ingartímann og helztu svæðin, sem hrygning fer fram á. En þar eð ýsan hrygnir á dýpi, sem er meira en 100 m, hefur fram til þessa ekki verið unnt að fylgjast beint með hrygningunni. Fyrir nokkru fylgdust vísinda- menn með hrygningu nokkurra ýsufiska í fiskasafni — The Mar- ine Laboratory —. Fiskarnir veiddust á handfæri í febrúar- mánuði 1967 í Loch Ainort, Sky. Fiskabúrið var gert úr gleri og rúmaði 81 tonn af sjó, sem dælt var í hringrás gegnum stærri geymi, en þar var hægt að endur- nýja sjóinn. Hitastiginu í búr- inu var haldið í 4 til 6 gráðum á Celsíus fram til loka marzmán- aðar, en þá bilaði kælibúnaður- inn og sjórinn hitnaði smátt og smátt upp í 10 til 13 gráður á Celsíusmæli. í aprílmánuði hópuðu fiskarnir sig saman, þannig að einn kven- fiskur var með þrem karlfiskum og fór síðan hrygning fram með endurteknum millibilum. Hegðun fiskanna innan hvers hóps rétt fyrir hrygninguna var mjög eftirtektarverð. Fyrst fyrir hrygingu átti sér stað áköf bar- átta milli karlfiskanna, en síðan upphófst eins konar tilhugalíf milli karlfisksins, sem virtist hafa orðið ofan á í baráttunni, og hins kynþroska kvenfisks. Meðan á þessum undirbúningi stóð gáfu karlfiskamir frá sér áköf hljóð. Áður var vitað, að ýsufiskar geta gefið frá sér hljóð og þá stækka hinir lóðréttu uggar mik- ið, en kanadiskur vísindamaður hefur nú uppgötvað að hljóðin eru sterkari hjá kynþroska fiski og þá sér í lagi hjá karlfisk- unum. TILHU GALÍ FIÐ Meðan á áleitnisástandinu stóð, gaf hinn leiðandi karlfiskur frá sér öðruhverju hljóð og synti niðri við botn geymisins með alla ugga sína strengda. Virtist þetta vera byrjun tilhugalífsins og til- raun til að hvetja kvenfiskinn til að nálgast. Rétt er að geta þess, að þótt aðeins einn karlfiskur í hópnum biðlaði til kvenfisksins og byndi við hrygnuna tengsl, þá voru hinir fiskarnir í hópnum kyn- ferðislega fullþroska og sýndu löngun til að tengjast kvenfisk- inum. Þegar kvenfiskurinn nálgaðist maka sinn með lóðréttu uggana fellda að bolnum, jókst allveru- lega tíðni hljóðsins, sem karl- fiskurinn gaf frá sér. Við áframhald á þessum ástar- leik tók hrygnan að synda á eftir karlfiskinum um geyminn, en um leið jókst stöðugt tíðni hljóðs- ins frá hængnum, sem endaði í stöðugri suðu. Þessi hegðun karl- fisksins í forustu hlutverki örv- aði mjög sundhreyfingarnar og vart var við litarbreytingu hjá fiskunum. Tveir auka litblettir komu í ljós á sitt hvorri hlið fisksins rétt aftan við hina tvo áberandi svörtu bletti ýsunnar, sem eru einkenni tegundarinnar og nefnast oft „fingraför kölska“. Sjá efri mynd til vinstri. Þessi tilkomumikla sýning náöi hámarki í ástarfaðmlagi. MeS snöggri hreyfingu sneri lcarl- fiskurinn sér við, kom upp að hlið hrygnunnar og fór upp á bak hennar. Báðir fiskarnir syntu á mikilli ferð réft ofan við botn geymisins. Karlfiskurinn renndi sér niður með hrygnunni þar til kviðir þeirra beggja námu sam- an, sjá neðri mynd, og í þessari stellingu syntu þau bæði lóðrétt upp og losuðu sig við egg og svil sjá mynd t. h. Meðan á þessu faðmlagi stóð hættu hljóðin. Að lokinni þessari stuttu hrygn- ingu hvarf hrygnan út í einangr- að horn geymisins og karlfisk- urinn hélt niður að bofninum, þar sem hann hóf aftur að gefa frá sér hljóð. Hrygningin var síðan endur- tekin á nákvæmlega sama hátt með nokkuð reglulegum milli- bilum. Svo virtist sem kvenfisk- urinn réði hve langt var á milli bila. Strax eftir að eggin losnuðu var allt samband við karlfiskinn rofið og stóð svo þar til næsti leikur hófst. Hins vegar var ekki að sjá á karlfiskinum að hann drægi neitt úr áfergju sinni og reyndi stundum að faðma kven- fiskinn nokkrum mínútum eftir hrygningu. Eftir hverja hrygningu voru þessi úthafsegg tekin úr geym- inum með fínmöskva neti. Eggin voru varðveitt til frekari klekj- unar og öðru hverju talin. Talningin sýndi, að í hverri hrygningu voru 7500 til 16500 egg eða að meðaltali 12000 egg. Af athugunum á fjölda hrygn- VlKINGUR 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.