Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Síða 25
seldur eingöngu eftir tegundum heldur líka eftir stærð. Til dæmis er ýsan seld í tveim stærðar- flokkum. Ýsa sem er 2,5 pund eða meira er stórýsa, en smáýsa er öll ýsa sem er undir 2,5 pund, og er alltaf talsvert lægra verð fyrir smáýsu. Eins er með þorsk, nema hann er seldur í þrem stærðarflokkum. 25 punda fiskur og þar yfir er stórþorskur, og fæst minnst fyrir hann, næst er 10—25 punda þorskur, og svo undir 10 pundum, sem venjulega er í hæsta verði. Eins er flat- fiskur seldur eftir stærð. Klukk- an 08.00, hefst svo uppboðið og er því lokið á 20 mínútum. Meðan á uppboðinu stendur, eru þessir 3 menn frá stjórn sjómannafé- lagsins viðstaddir og skrifa þeir með krít aftan við hverja fisk- tegund það verð sem boðið er hverju sinni. Ef eftirspum er mikil eru þeir stöðugt að þurrka út síðasta boð og skrifa niður nýja verðið, eftir 20 mínútur hringir bjalla og er þá uppboð- inu lokið. Eru þá bátarnir færðir, hver að því fiskhúsi sem keypti aflann, og er landað beint inn í fiskhúsið, og þar er fiskurinn vigtaður og ísaður í 125 punda kassa. Þegar löndun er lokið, fer skipstjórinn inn á skrifstofu þess er keypti fiskinn, fær ávísun fyrir sölu aflans og síðan er báturinn færður aftur að þeirri bryggju, sem hann var við um morguninn, því þar fer engin lönd- V1KIN G U R un fram. Eftir klukkutíma eða svo, er búið að gera upp túrinn, og þá fær hver sitt kaup að frá- dregnum sköttum, fæði og öðr- um kostnaði. Ekki þurfa menn að landa frekar en þeir vilja, en ef þeir ekki eru við löndun, verður sá að borga fyrir þann verkamann, sem landar í hans stað. Kjörin eru í stórum dráttum þannig, að olía og ís er borgað af óskiptu, síðan fær skipshöfnin 60% en báturinn 40%. Skips- höfnin borgar fæði, báturinn borgar aukahluti, sem er þannig að skipstjóri fær 10% af báts- hlutnum, stýrimaður, vélstjóri og kokkur fá 25 dollara auka, fyrir túrinn. Hér er enginn kauptrygg- ing eða fast kaup. Vaktaskipti eru á bátunum, 8 tímar á dekki og 4 tímar í koju. Sjósókn getur oft verið erfið hér ekki síður en heima, sérstaklega á veturna, því langt er að sækja, kannski 200 mílur eða meir út í haf, og ef brælir er útilokað að komast í landvar þegar svo langt er sótt, því það gefur auga leið, að ef alltaf væri reynt að komast upp undir land þegar brælir, væri maður á stöðugu stími inn og út, svo það er ekki um annað að gera en halda sjó. En á sumrin er oft svarta þoka svo dögum skiptir, og er það hálf þreytandi til lengdar. Til dæmis keyrði pólskur togari niður bát héðan í sumar, en tókst að bjarga mönn- um. Og í annað skipti lenti rúss- neskum og pólskum togara sam- an, en ekki veit ég hvernig þeim reiddi af. Læt ég þetta nægja í bili um fskveiðar í New Bedford. Ég læt hér fylgja tvær úr- klippur úr blaði af nýjum skut- togara sem ég var að taka við, hann verður gerður út frá Bost- on, er 120 feta langur með 1200 hestafla Catterpillar vél, og gekk hann tæpar 14 sjómílur í reynslu- ferð. Þessi skuttogari er þannig útbúinn, að í staðinn fyrir að draga netið inn um rennuna og inn eftir miðdekkinu eins og gerist á flestum skuttogurum, þá er þessi útbúinn með tveim neta- trommum, og er eitt troll á hvorri tommu. Og þegar híft er vindur tromman trollið upp, þar til pokinn kemur það hátt í renn- una að hægt er að húkka í gjörð- ina með talíunni eða setja áslátt- arstroffu á belginn eftir því sem verkast vill. Og ef rifnar, er kastað strax af trommunni, sem ekki var í notkun síðast, og tap- ast því enginn tími við yfirskipt- ingar. Þessar trommur eru þannig staðsettar, að önnur er aftantil á miðdekkinu beint inn af skutrennunni, en hin er aftan við brúna á bakborða, og er hægt að hífa inn og kasta af hvorri trommunni eftir vild. Trollspilið sjálft eru tvær sjálfstæðar trommur og er hvor um sig staðsett fremst á dekkinu sitt við hvora lunningu, og tekur hvor tromma um 800 faðma af trollvír. Efst í skutrennunni er hlið sem opnast og lokast með vökvalyftu, og er það venjulega haft lokað þegar togað er, en aðeins opnað þegar trollið er tekið inn. Við erum þegar búnir að fara einn túr á þessu skipi, og reynd- ist það eins og bezt verður kosið. Og nota ég nú tækifærið til að skila kveðju til allra kunn- ingjanna heima, sérstaklega skólafélaganna úr Stýrimanna- skólanum frá 1950. Gunnar Guðmundsson, skipstjóri, kastar mæðinni meðan menn hans undirbúa skipið undir jómfrúferðina á nýja skuttogaranum J. Bradley O’HARA. 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.