Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 34
Var við sjóróðra og störf í landi. Var síðan á ýmsum „Stórubát- um“, sem kallaðir voru, frá Isa- firði, tilársins 1923, er hann fór á mb. Isleif, útgerðarmaður Magn- ús Thorberg, var þar fyrst há- seti eitt sumar, síðan stýrimaður hjá Guðmundi Þorláki. Tók við bátnum í Vestmanna- eyjum á páskum 1925 og var með hann í þrjú ár, síðan með Persí 1 vetur, útgerðarm. Guðmundur Guðmundsson frá Eyri, síðan með mb. Reginn, útgerðarmaður Steindór Hjaltalín, þá með mb. Höskuld hjá sama útgerðar- manni. Síðan með póstbátinn Arthúr-Fanney, á Isafjarðar- djúpi í 2 ár. Fluttist árið 1933 til Akureyrar og var með skip á veg- um Steindórs Hjaltalín, Höskuld og Ernu til ársins 1941. Var þá með Trausta (áður Höskuld) hjá Finnboga Guðmundssyni, frá Gerðum, til vors 1947, tók þá við mb. Björgvin, útgerðarmaður Loftur Loftsson, til 1950. Síðan hefur hann stundað vinnu í landi. Veiðarfærin voru ávallt lína og snurpunót. Ólafur K. Júlíusson skipstjóri er fæddur 15. okt. 1901 að Snæfjöllum, Snæfjallastrand- arhreppi, N-Isafjarðarsýslu. Hann varð stýrimaður 1924. Skipstjóri á árinu 1925, á m/b Gylfa; eigendur Karl og Jóhann, Isafirði. Á mb Tryggva 1926, sömu eigendur. Á mb Sæbirni ár- ið 1929-45. Samvinnufélag ísfirð- inga tók mb ísbjörn 1946 til 1949 og hætti þá til sjós. Flutti til Siglufjarðar 1950, var þar verkstjóri til 1959 en flutti þá til Reykjavíkur. Verkstjóri í Hraðfrystistöð Reykjavíkur til áramóta 1966-67, síðan eftirlitsmaður hjá Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna. Kona Guðlaug Gísladóttir fædd 12. janúar 1907 að Meðalnesi Fellnahreppi N-Múl. Foreldrar hennar voru Bergljót Jónsdóttir og Gísli Sigfúson. Öryggismál l sjómanna Hluti úr ræðu Páls Guðmundssonar á 25. þingi FFSÍ Forseti, góðir þingfulltrúar! öryggismál sjómanna hafa allt- af verið eitt umfangsmesta mál þessa þings og þar má aldrei sofna á verðinum. Á fáum áratugum hafa orðið stökkbreytingar á störfum sjó- manna. Stór og afkastamikil skip sigla um höfin með fámenna áhöfn. Feður okkar reru til fiskjar á opnum bátum oft 10—12 saman, nú eru þessar veiðar stundaðar á margfalt stærri skipum með 2—4 mönnum. Það er tækni og vél- væðing, sem gerir þessa breyt- ingu mögulega. Öryggi sjófar- enda hefur ekki vaxið að sama skapi, þótt skipin hafi stækkað. Vélvæðing, fækkun áhafnar og aukinn hraði skapar nýjar hætt- ur. Það hafa verið gerðar ýmsar breytingar á skipum, vegna breyttra veiðiaðferða og stækkun veiðarfæra. Ef við tökum eitt raunhæft dæmi, þar sem gamall 20 lesta bátur, sem stundað hefur togveiðar, síðast með rækjuvörpu er til viðgerðar. Skipt er um aðal- vél, úr bátnum var tekinn 88 hest- afla vél, en í staðinn er sett 240 hestöfl. Áður lágu togvírar í blökk við skammdekkshæð, en eru nú settir í blakkir festar í slá yfir stýrishúsþaki, hækkun átaks- punkts um nær 3 metra ásamt stór auknum togkrafti. Gerið ykkur ljóst hvað getur gerzt, ef veiðarfærið, sem hefur verið stækkað og nú síðast þyngt PáU Guðmundsson. með notkun bobbinga á rækju- vörpur, festist og annar vírinn slitnar. Orðið mengun er mikið notað og í víðtækri merkingu. Það er aðeins einn liður þess máls, sem ég ætla að nefna hér. Létt efni eru nú mikið notuð í togvörpur, þessi efni fljóta í yfirborði sjávar og hafa festst í skrúfum margra skipa, stundum svo að vélin hefur stöðvast. Þess gerist engin þörf að henda þessum hetum fyrir borð þó ónýt séu, við verðum að vinna að því að hætt verði að kasta þessum netum í sjóinn eins og gert er. Á þessu verður að taka strax áður en stórslys hlýzt af, en við því hefur margoft leg- ið. Notkun bjargbelta og stað- setning belta og gúmbáta, þarf nána athugun við. Ég vil vekja athygli á því hvað lítið er um að íslenzkir sjómenn noti bjarg- belti þó þeir lendi í háska. Við athugun á lögskráningu áhafnar er það áhyggjuefni hvað mikið er af réttindalausum mönn- um við skipstjórn og vélgæzlu, þá var það alvarlegt að í sumum sjávarplássum var lögskráð á báta, sem ekki höfðu haffæris- skírteini né skoðunarvottorð. Á þessum málum verður að taka með festu, og eina raunhæfa eft- irlitið er að sjómennirnir hefji VlKINGUR 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.