Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 46
Félags mála opnan 25. þingi F. F. S. í. lauk með stjórnarkosningu sunnudaginn 5. des. og hlutu eftirtaldir kosn- ingu: Guðmundur Pétursson, forseti, Aðalmenn: Helgi Hallvarðsson, Páll Guðmundsson, Jónas Þorsteinsson, Daníel Guðmundsson, Ingólfur S. Ingólfsson, örn Steinsson, Henry Hálfdánsson, Böðvar Steinþórsson. Varamenn: Guðlaugur Gíslason, Loftur Júlíusson, Ingólfur Falsson, Guðmundur Jónsson, Kári Guðbrandsson, Karl B. Stefánsson, Geir Ólafsson, Rafn Sigurðsson. Á fyrsta fundi stjómar F. F. S. I. 9. des. 1971 skipti stjórnin með sér verkum á eftirfarandi hátt: Fyrsti varaforseti var kjörinn Henrý Hálfdánsson, Annar varaforseti, Páll Guðmundsson, Ritari: Ingólfur Sig. Ingólfss., Gjaldkeri sambandsins var kjörinn Helgi Hallvarðsson. NokJcrar samþylcktir 25. þings F. F. S. 1.: 25. þing Farmanna- og fiski- mannasambands Islands ályktar að skora á sjávarútvegsráðherra að hann feli Hafrannsóknastofn- uninni að semja reglugerð um möskvastærð þorskneta. Þingið telur mjög eðlilegt að lögfest séu ákvæði um leyfilega notkun möskvastærðar þorska- neta eigi síður en annarra veiðar- færa, svo sem botnvörpu, drag- nótar o. fl. Þingið bendir á, að óheillavæn- legt sé, að áfram skuli haldið á þeirri braut að möskvi þorskneta sé sífellt minnkaður ár frá ári. Er nú svo komið að í einstaka verstöðvum er talsvert magn þess fisks, sem veiðist í þessi veiðar- færi það smár, að hann hefur ekki náð kynþroskaaldri. Er því hér um hreina rányrkju að ræða. Ennfremur beinir þingið því til hæstvirts ráðherra, að hann feli Hafrannsóknastofnuninni að kanna, hvort ekki muni vera tímabært að friða algjörlega fyr- ir öllum veiðum einhver ákveðin hrygningarsvæði nytjafiska þann tíma, sem hrygning stendur yfir. 25. þing F. F. S. I. lýsir fyllsta trausti samtakanna til Hafrann- sóknastofnunarinnar og fiski- fræðinga og óskar eftir enn nán- ara samstarfi við þá en verið hef- ur. Bendir þingið á í þeim efnum, að fiskifræðingum, sem vinna að rannsóknastörfum á miðunum hverju sinni, verði jafnframt gef- in heimild til að stöðva veiðar á svæðum, þar sem fyrirsjáanlegt er að um tímabundna ránveiði sé að ræða. T. d. dráp á smásíld, þorsk- og ýsuseiðum og annarra nytjafiska. 25. þing Farmanna- og fiski- mannasambands Islands haldið í des. 1971, lýsir fyllsta stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu og skorar jafn- framt á alla landsmenn að fylkja sér einhuga um þetta mesta hags- munamál þjóðarinnar. Guðmundur Pétursson, forseti F. F. S. 1. F. F. S. I. hefur allt frá byrjun krafizt umráðaréttar íslendinga yfir öllu landgrunninu og telur, að beri að vinna að því í fram- haldi af þeirri útfærzlu, sem nú er stefnt að. Mikilvægi þess, að áfram verði unnið að eðlilegum umráðarétti þjóðarinnar yfir landgrunninu öllu, má m. a. marka á því, að utan 50 mílna markanna eru á ýmsum svæðum fengsæl fiskimið, sem gera má ráð fyrir að sótt verði í vaxandi mæli af erlendum fiskiskipum, þegar útfærzla land- helginnar í 50 sjómílur kemur til framkvæmda. Til viðbótar útfærzlu land- helginnar og til að tryggja að sú ráðstöfun komi að sem beztum notum, telur þing F. F. S. 1., að nauðsynlegt sé að alfriða sumar þýðingarmestu hrygningastöðvar innan landhelginnar. Friðun slíkra svæða, bæði hér við land og í landhelgi margra annarra þjóða er aðkallandi nauð- syn, eigi að koma í veg fyrir gjöreyðingu sumra þýðingar- mestu nytjafiska. Þing F. F. S. I. telur að Islendingum beri að vinna markvisst að því og jafn- framt hafa forystu í þeim efnum, að fiskveiði-þjóðir nái samstöðu um slíkar friðunarreglur, sem gerðar yrðu á vísindalegan hátt. 46 VlKINGUE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.